AA-samtökin með aðstöðu í Hvíta húsinu.

HvitaH0620132930-(3)

 

AA-samtökin í Kópavogi hafa nú gert samning við Kópavogsbæ um leigu á efri hæð hússins að Dalbrekku 4. Samningurinn var undirritaður nýverið af þeim Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra og Sverri Steini Sverrissyni, fyrir hönd AA-samtakanna. Húsnæðið er nefnt Hvíta húsið en þar starfa tíu deildir samtakanna og eru fundir haldnir reglulega.

Samtökin voru áður til húsa að Digranesvegi 12 en leigutíminn þar rann út í upphafi árs. Bæjarráð óskaði þá eftir því að samtökunum yrði boðin afnot af öðru húsnæði í eigu bæjarins.

Fyrir valinu varð Dalbrekka 4 og fluttu samtökin þar inn fyrr á árinu þótt samningurinn hafi fyrst verið undirritaður nú.

Samningurinn er til næstu fjögurra ára.

tekið af vef kopavogur.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn