Að breyta um lífsstíl

Arnfinnur Daníelsson.
Arnfinnur Daníelsson.
Arnfinnur Daníelsson.

Hvernig breytir maður um lífsstíl ? Bara orðin „breyttur lífsstíll“ eru svo stór að maður verður óttasleginn við að heyra þau. Maður missir máttinn sem var kannski ekki mikill fyrir og ákveður að halda sér bara við gamla lífsstílinn. Þó svo maður viti mætavel að sá lífstíll er ekki endilega að leiða mann þangað sem maður vill fara.

Meðvitund kom mér að stað til að breyta um lífsstíl. Hvað á ég við með meðvitund? Jú, ef þú ert meðvitaður um hvert þú vilt fara þá er auðveldara að finna réttu leiðina. Meðvitundin kviknar og lýsir þér leið eftir að þú svarar samviskusamlega nokkrum spurningum fyrir sjálfan þig. Taktu þér penna og blað í hönd og svarðu þessum spurningum:

1. Hvað vil ég gera í sambandi við heilsu mína ? Eitt eða tvö atriði. Veldu þau stærstu sem þú mögulega ræður við og hefur stjórn á sjálfur.
2. Afhverju vil ég gera þetta fyrir mig ?
3. Hvað þarf ég að gera til að ná þessum markmiðum ?
4. Hvað getur hindrað að markmiðin mín nást ?
5. Get ég með einhverju móti minnkað líkurnar á að hindranir komi í veg fyrir að markmiðin mín náist?

Byrjaðu strax í dag. Lestu spurningarnar hér að ofan og svörin þín á hverjum degi og minntu þannig sjálfan þig á hvað það er sem þig raunverulega langar til. Þegar þú stendur frammi fyrir freistingum. Spurðu þig þá: Er líklegt að þessi freisting hjálpi mér að ná markmiðum mínum?

Þessi aðferð hjálpaði mér.
Ég hvet þig til þess að prófa, 😉

Finni, 35 kílóum léttari

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

ac2ff559-496c-4b40-b0db-0e516a8e1c4b
Bjarki Már Sigvaldason
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður Spretts.
Hjördís Henrisdóttir, listmálari.
Meistarinn
Kópavogur
SamSam systur
2014-04-04-10.09.54-299×347
Opnunarhatid_2024_4