Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður.

Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október síðastliðin.

Slæmu fréttirnar voru þær að yfir 200 börn í Kópavogi á aldrinum 14-16 ára hafa reynt að skaða sjálfa sig. Þessi gríðarlega mikli fjöldi barna og unglinga í Kópavogi sem eru á þeim vonda stað andlega og tilfinningalega að vilja skaða sjálfa sig eru skelfileg tíðindi og fékk eflaust marga til að hrökkva við.

Sjálfskaði er grafalvarlegt ákall um aðstoð og hjálp við mikilli andlegri vanlíðan. Reyndar kom ekki fram í fréttum á hversu löngu tímabili þessi stóri hópur barna og unglinga greip til þessa skelfingarráðs, en engu að síður er fjöldinn alltof, alltof mikill og það þarf samheldið átak allra aðila til að sporna við þessari þróun.

En góðu fréttirnar á alþjóða geðheilbrigðisdeginum voru þær að Kópavogsbær kynnti sama dag, nýtt úrræði sem sinna á lýðheilsu og geðrækt, ekki síst meðal ungmenna. Í því skyni er ætlunin að nota hið sögufræga hressingarhæli við  Kópavogsgerði þar sem hlúa á að andlegri líðan barna, ungs fólks og annarra.

Þessu framtaki yfirvalda í Kópavogi ber að fagna vel, enda skipta forvarnir miklu máli þegar kemur að andlegri lýðheilsu og það er gott að sjá að bæjaryfirvöld vilja þessu taka utan um andlega líðan barna og unglinga af festu, með skýrum hætti í samvinnu við fagfólk og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og eins og nýsamþykkt framkvæmdaráætlun bæjarins í barnaverndarmálum sýnir með t.d. stofnun ofbeldisteymi barnaverndar í Kópavogi.

Pössum upp á andlegu heilsuna í heimsfaraldrinum

Það er viðbúið að það krefjandi ástand sem fylgir Covid-19 heimsfaraldrinum muni hafa meiri andleg áhrif til lengri tíma en við héldum, hvort sem er vegna kvíða og ótta fólks um heilsu sína og sinna nánustu, mikillar röskunar á daglegu lífi eða vegna afkomuóöryggis út af atvinnumissi eða tekjufalli heimilisins. Atvinnuleysi er nú orðið meir en nokkru sinni og áhyggjur af afkomu hefur áhrif á andlega líðan fólks. Og þar eru yngri aldurshóparnir ekki undanskildir. Börn og unglingar eru næm fyrir áhyggjum og kvíða hinna fullorðnu.

Því skiptir því mjög miklu máli að vera á varðbergi gagnvart vaxandi depurð, kvíða og þunglyndi í því ástandi sem við erum í og mun vara áfram. Og það skiptir líka gríðarlega miklu máli að vinna forvarnarvinnuna vel þegar kemur að andlegri líðan. Yfirvöld, á sveitarstjórnarstiginu og á Alþingi, verða að leiða þá forvarnarvinnu og veita fjármunum vel í andlega lýðheilsu borgaranna. Þrátt fyrir tekjufall sveitar- og bæjarfélaga eða Ríkissjóðs vegna Covid-19 eigum við ekki að spara í þessum málaflokki.

Ég hvet líka okkur öll til að passa upp á hvort annað þegar heimsfaraldur geisar og útlitið ekki beysið fyrir marga. Sýnum hvort öðru samkennd og samstöðu, náungakærleik og umhyggju. Það kostar ekki neitt!

Vitund um mikilvægi andlegrar vellíðan fólks á öllum aldri og raunverulegar aðgerðir til að efla og styrkja geðheilbrigði okkar margborgar sig hinsvegar fyrir okkur öll.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

uppsetning
þríþraut
Ringo2
Bordtennis
cycle
PicsArt_18_6_2014 22_50_38
Leikfelag_Kopavogs
selfjall_2