Að fanga styrkleika sína með Tinnu Sverris

Tinna Sverrisdóttir.
Tinna Sverrisdóttir.

„Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi – ég hef áttað mig á að ég verð aldrei fullkomin og þess vegna er ég hætt að stefna þangað. Í staðinn nýt ég ferðalagsins og leyfi mér að njóta þess að þroskast og stækka við hvert verkefni,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem mun bjóða heilsdags rappnámskeið í Tónlistarsafni Íslands þann 8. október. Námskeiðið er liður í dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi og er ætlað 13-16 ára stelpum.

Tinna  er leikari, rappari og var bæjarlistamaður Kópavogs árið 2014 ásamt stöllum sínum í Reykjavíkurdætrum, þeim Blævi og Sölku Sól, en þær buðu upp á námskeið í grunnskólum Kópavogs. Nú snýr Tinna aftur og ætlar að nýta kunnáttu sýna sem leikkona með leiklistaræfingum sem hún segir að hafi hjálpað sér að standa með sjálfri sér og láta drauma sína rætast. „Við munum vinna með að losa um hömlurnar okkar og hugmyndirnar um okkur sjálfar svo við getum sameinast í leik og meira frelsi“ segir Tinna sem segir að það sé nauðsynlegt að læra líka að taka sjálfan sig ekki of alvarlega.

„Frá því ég áttaði mig á því að það er undir mínu hugrekki komið hvert ég stefni þá hafa ótrúlegir hlutir gerst en frá því ég útskrifaðist sem leikkona árið 2012 hef ég fengist við mjög krefjandi verkefni. Mér hlotnaðist t.d. sá ótrúlegi heiður að vera bæjarlistamaður Kópavogs og það kenndi mér svo margt, það var ótrúlega lærdómsríkt og  gefandi að uppgötva hvað býr mikið í kollinum á unglingum,“ segir þessi ótrúlega einlægi fyrrum bæjarlistamaður sem greinilega hlakkar mikið til að hjálpa unglingsstelpum í Kópavogi að uppgötva eigin styrkleika. Tinna er þessa dagana á lokaæfingum í Þjóðleikhúsinu en hún situr ekki auðum höndum en er auk þess nýbyrjuð í rokk/rapp/pönk-bandinu Kroniku. „Mig langar að deila minni sögu með öðrum stelpum og finna hvort það leynist ekki bara lítil rokkstjarna innra með öllum okkar. Hvort sem við kjósum að skrifa ljóð, lög, syngja, semja sögur eða hvað sem okkur dettur í hug hverju sinni“ segir Tinna að lokum og rýkur af stað á æfingu í Þjóðleikhúsið.

Aðeins 20 stelpur geta tekið þátt og skráning fer fram á netfangið menningarhusin@kopavogur.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar