Að gefnu tilefni

Aðsend grein eftir: Matthías Björnsson

Blaðið Kópavogur sem ritstýrt er af Ingimar Karli Helgassyni barst inn um lúguna hjá mér í morgun. Á forsíðu blaðsins er fjallað um mögulegan flutning á bæjarskrifstofum Kópavogs. Í sömu andrá ýjar blaðið að því að möguleg tengsl séu  á milli þess að Byggingarfélag Gunnars og Gylfa styrkti prófkjörsbaráttu Ármanns Kr. Ólafssonar núverandi bæjarstjóra um kr. 150.000 og því að verið sé að skoða flutning á  bæjarskrifstofum Kópavogs í Turninn við Smáralind. Það finnst mér mjög hæpinn blaðamennska.

Það er ekkert að því að styrkja prófkjörsbaráttu stjórnmálamanna enda í fullu samræmi við lög. Þess utan þá hafði Ármann enginn samskipti við BYGG um þetta og vissi ekki af þessu þá þar sem fjársöfnun vegna prófkjörsbaráttunnar var ekki á hendi frambjóðandans heldur í höndum stuðningsmannafélags sem ég held utan um. Ég átti samskipti við BYGG um að fá þennan styrk og er ég þeim þakklátur fyrir hann fyrir hönd stuðningsmannafélagsins. Í fjársöfnuninni var öllum reglum sem gilda fylgt og uppgjöri vegna styrkja skilað til Ríksiendurskoðunar eins og lög segja til um.

Þótt ég leggi ekki vana minn að hjóla í manninn þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem Ingimar Karl Helgason fjallar um svona mál með þessum hætti. Þess vegna finnst mér ástæða til að vekja athygli á því.  Að mínu mati ætti blaðið „Kópavogur“ að kalla sig það sem það raunverulega er, málgagn VG og vinstri manna, í staðinn fyrir að fela sig í búning fríblaðs. Til samanburðar eru Vogar sem er málgagn Sjálfstæðisfélagins í Kópavogi og er þar ekki gerð nein tilraun til að sveipa sig í búning óháðs fjölmiðils. Ingimar Karl var starfsmaður Smugunnar málgagns Vinstri Grænna og  varaþingmaður þeirra. Að mínu mati veldur Ingimar ekki því hlutverki að skilja á milli blaðamannsins og pólitíkusins í ritstörfum sínum. Hann er ekki að segja fréttir heldur að koma sínum áherslum á framfæri dulbúnum sem fréttum.

Matthías Björnsson.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð