Að gefnu tilefni

Aðsend grein eftir: Matthías Björnsson

Blaðið Kópavogur sem ritstýrt er af Ingimar Karli Helgassyni barst inn um lúguna hjá mér í morgun. Á forsíðu blaðsins er fjallað um mögulegan flutning á bæjarskrifstofum Kópavogs. Í sömu andrá ýjar blaðið að því að möguleg tengsl séu  á milli þess að Byggingarfélag Gunnars og Gylfa styrkti prófkjörsbaráttu Ármanns Kr. Ólafssonar núverandi bæjarstjóra um kr. 150.000 og því að verið sé að skoða flutning á  bæjarskrifstofum Kópavogs í Turninn við Smáralind. Það finnst mér mjög hæpinn blaðamennska.

Það er ekkert að því að styrkja prófkjörsbaráttu stjórnmálamanna enda í fullu samræmi við lög. Þess utan þá hafði Ármann enginn samskipti við BYGG um þetta og vissi ekki af þessu þá þar sem fjársöfnun vegna prófkjörsbaráttunnar var ekki á hendi frambjóðandans heldur í höndum stuðningsmannafélags sem ég held utan um. Ég átti samskipti við BYGG um að fá þennan styrk og er ég þeim þakklátur fyrir hann fyrir hönd stuðningsmannafélagsins. Í fjársöfnuninni var öllum reglum sem gilda fylgt og uppgjöri vegna styrkja skilað til Ríksiendurskoðunar eins og lög segja til um.

Þótt ég leggi ekki vana minn að hjóla í manninn þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem Ingimar Karl Helgason fjallar um svona mál með þessum hætti. Þess vegna finnst mér ástæða til að vekja athygli á því.  Að mínu mati ætti blaðið „Kópavogur“ að kalla sig það sem það raunverulega er, málgagn VG og vinstri manna, í staðinn fyrir að fela sig í búning fríblaðs. Til samanburðar eru Vogar sem er málgagn Sjálfstæðisfélagins í Kópavogi og er þar ekki gerð nein tilraun til að sveipa sig í búning óháðs fjölmiðils. Ingimar Karl var starfsmaður Smugunnar málgagns Vinstri Grænna og  varaþingmaður þeirra. Að mínu mati veldur Ingimar ekki því hlutverki að skilja á milli blaðamannsins og pólitíkusins í ritstörfum sínum. Hann er ekki að segja fréttir heldur að koma sínum áherslum á framfæri dulbúnum sem fréttum.

Matthías Björnsson.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að