Að gera eða gera ekki

Leikfélag Kópavogs frumsýnir stórvirkið Þrjár systur

Leikfélag Kópavogs frumsýnir á föstudaginn meistaraverkið Þrjár systur eftir Anton Tsjekhov í Leikhúsinu við Funalind.
Leikfélag Kópavogs frumsýnir á föstudaginn meistaraverkið Þrjár systur eftir Anton Tsjekhov í Leikhúsinu við Funalind.

Liðsmenn Leikfélags Kópavogs hafa keppst við undanfarnar vikur og nú hillir undir að árangur erfiðisins líti dagsins ljós því næstkomandi föstudag, 31. janúar, frumsýnir félagið Þrjár systur eftir Anton Tsjekhov í Leikhúsinu við Funalind. Er þetta viðamesta sýning félagsins í húsinu.

Þrjár systur telst löngu orðið klassískt verk, það er skrifað snemma á síðustu öld en efni þess á þó erindi á öllum tímum. Brugðið er upp mynd af fólki sem elur með sér drauma um betra líf en hefur ekki döngun í sér til að láta þá rætast.

Þrjár systur telst löngu orðið klassískt verk.
Þrjár systur telst löngu orðið klassískt verk. Myndirnar eru teknar af æfingu Leikfélags Kópavogs.

Um 15 leikarar taka þátt í sýningunni en auk þeirra leggja fjöldamargir hönd á plóg. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson sem vakið hefur mikla athygli á síðustu árum fyrir vandaðar og áleitnar sýningar, síðast Stóru börnin og þar áður Hvörf um Guðmundar og Geirfinnsmál. Klæmint Henningsson Isaksen sér um leikmynd, Dýrleif Jónsdóttir um búninga, Skúli Rúnar Hilmarsson um lýsingu og Hörður Sigurðarson um hljóðmynd og myndvinnslu. Vilborg Valgarðsdóttir og Sara Dögg Davíðsdóttir annast förðun.

IMG_4634

Starfsemi Leikfélags Kópavogs hefur verið einkar kröftug á leikárinu. Það hófst á námskeiði unglingadeildar félagsins fyrir nýja og eldri þátttakendur sem lauk með sýningunni Kemurr’ á deit? Í haust var einnig gerð tilraun með leikstarf fyrir 10-12 ára. Sú tilraun heppnaðist ákaflega vel og líklega verður framhald á. Í nóvember var flutt leikdagskráin Mixtúra sem samanstóð af þremur leikþáttum. Í byrjun árs var hið árlega Stjörnuljósakvöld þar sem boðið var upp á leikatriði og tónlistarflutning. Þá hefst leiklistarnámskeið fyrir nýliða þ. 10 febrúar. 

IMG_4624 IMG_4586

Eins og áður segir verður sýningin Þrjár systur frumsýnd næstkomandi föstudag. Næstu sýningar verða síðan sunnudaginn 2. febrúar, föstudaginn 7. og sunnudaginn 9. febrúar. Miðasala er á midakaup.is/kopleik en einnig er hægt að panta miða með því að senda póst á midasala@kopleik.is. Nánar má lesa um sýninguna og starfsemi félagsins á www.kopleik.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

EM-2
Screen Shot 2015-03-15 at 10.49.42
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Ármann
Bliki5
Sema Erla Serdar
Vetrarfærðin
Vinabyggd1
Olafur-T-Gunnarsson