Að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum

Nú fer haustið að ganga í garð og nýjar áskoranir taka við. Rauði krossinn hefur störf á ný eftir ánægjulegt sumarfrí. Rauði krossinn er alþjóðahreyfing sem borin er uppi af sjálfboðaliðum og þess vegna leitum við til þín kæri lesandi til þess að gerast sjálfboðaliði.

Rauði krossinn býður upp á fjölbreyttar stöður og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hreyfingin aðstoðar þig við að finna stöðu sem hentar þér. Þegar þú gerist sjálfboðaliði hlýturðu viðeigandi þjálfun og meðal annars kennslu í almennri skyndihjálp. Námskeið á vegum Rauða krossins standa sjálfboðaliðum til boða þeim að kostnaðarlausu.

Að vinna sem sjálfboðaliði er göfugt og reynslumikið starf. Ávinningar þess að vera sjálfboðaliði  eru margvíslegir. Sjálfboðaliðar sem ganga í starfið takast á við nýjar áskoranir og geta nýtt þekkingu sína og um leið lært heilmikið sem nýtist þeim í starfi, námi og almennt í samfélaginu. Félagsleg verkefni innan Rauða krossins eru fjölmörg og  getur starfið eflt samskiptahæfni og bætt getu til þess að starfa í hópi. Ekki má gleyma að starfið er ekki síður félagslegt fyrir sjálfboðaliða sem og skjólstæðinga. Sjálfboðaliðar mynda ný vináttubönd og kynnast fólki úr fjölbreyttum hópum samfélagsins. Starfið getur þar af leiðandi dregið úr fordómum og stuðlað að bættum samskiptum og jöfnuði í samfélaginu. Sjálfboðaliðar tala gjarnan um að með starfinu hafi þeir fengið tækifæri til að kynnast nýjum hliðum samfélagsins og með því öðlast nýja sýn og orðið reynslunni ríkari fyrir vikið.

Ef þú vilt gerast sjálfboðaliði eða óskar eftir frekari upplýsingum þá er hægt að hafa samband í síma 570-4060 eða senda póst á kopavogur@redcross.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

2013-09-05-1749
una_maria
file-3
1501816_599821193417374_1456742139_n
logreglan-224×260
Menningarhús Kópavogs
Vinabyggd1
_MG_3556
Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð í Kópavogi