Að hitta fólk með rósir

Ása Richardsdóttir skipar 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Ása Richardsdóttir skipar 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Ása Richardsdóttir skipar 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Ég hef gengið fjölmargar götur Kópavogs síðustu vikur, með rósabúnt í fanginu og bæklinga í vasanum. Ég hef bankað upp á hjá hundruð íbúa, fengið að gefa þeim jafnaðarmannarós og heyrt um leið hvað brennur á þeim sem Kópavogsbúum.

Flestir nefna húsnæðismál, jafnt fólk sem býr vel í góðum íbúðum og einbýlishúsum sem og þeir sem búa við þrengri kost. Fólk skilur hreinlega ekki hvers vegna góð og gild húsnæðiskerfi hafa verið afnumin, kerfi sem hjálpuðu alls konar fólki að eignast sitt fyrsta þak yfir höfuðið. Ég skil það ekki heldur.

Margir nefna skipulag bæjarins. Hvernig standi á því að foreldrar þurfi að keyra börnin sín langar leiðir á íþróttaæfingar og í tónlistarnám, eftir hálfgerðum hraðbrautum, í stað þess að krakkarnir geti hjólað sjálf á eftir hjólastígum milli hverfa eða með örum strætóferðum?

Og síðast en ekki síst talar fólk um þjónustu við börnin og aldraða foreldra sína. Af hverju í ósköpunum Kópavogur hugsi ekki betur um gamla fólkið sitt, hví máltíðir fyrir eldri borgara séu til dæmis helmingi dýrari í Kópavogi en í Reykjavík? Hví frístundastyrkur fyrir krakkana sé helmingi lægri í Kópavogi en í flestum öðrum sveitarfélögum?

Þetta hafa verið dýrmæt samtöl og mest um vert þykir mér að hlusta á fólkið. Heyra um upplifun þeirra af þjónustu bæjarins. Hvað því finnst um nærumhverfi sitt og ímynd Kópavogs. Ég hef sagt þeim frá stefnu okkar í Samfylkingunni. Hvernig við kynntum hana fyrst stjórnmálaflokka í byrjun apríl og hvernig við höfum séð hvert stefnumál okkar á fætur öðru birtast, í auglýsingum og stefnu annarra flokka. Fólkið brosir þá, flestir sjá í gegnum þetta.

Samtöl mín við Kópavogsbúa er það besta við þessa kosningabaráttu. Íbúar Kópavogs eru frábært, kröftugt fólk sem er annt um bæjarfélagið sitt. Við sem bjóðum okkur nú fram til forystu fyrir bæjarfélagið ættum að sammælast um að hitta Kópavogsbúa miklu miklu oftar en gert hefur verið. Leiðir til þess eru margar, vilji er allt sem þarf.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að