Að hitta fólk með rósir

Ása Richardsdóttir skipar 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Ása Richardsdóttir skipar 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Ég hef gengið fjölmargar götur Kópavogs síðustu vikur, með rósabúnt í fanginu og bæklinga í vasanum. Ég hef bankað upp á hjá hundruð íbúa, fengið að gefa þeim jafnaðarmannarós og heyrt um leið hvað brennur á þeim sem Kópavogsbúum.

Flestir nefna húsnæðismál, jafnt fólk sem býr vel í góðum íbúðum og einbýlishúsum sem og þeir sem búa við þrengri kost. Fólk skilur hreinlega ekki hvers vegna góð og gild húsnæðiskerfi hafa verið afnumin, kerfi sem hjálpuðu alls konar fólki að eignast sitt fyrsta þak yfir höfuðið. Ég skil það ekki heldur.

Margir nefna skipulag bæjarins. Hvernig standi á því að foreldrar þurfi að keyra börnin sín langar leiðir á íþróttaæfingar og í tónlistarnám, eftir hálfgerðum hraðbrautum, í stað þess að krakkarnir geti hjólað sjálf á eftir hjólastígum milli hverfa eða með örum strætóferðum?

Og síðast en ekki síst talar fólk um þjónustu við börnin og aldraða foreldra sína. Af hverju í ósköpunum Kópavogur hugsi ekki betur um gamla fólkið sitt, hví máltíðir fyrir eldri borgara séu til dæmis helmingi dýrari í Kópavogi en í Reykjavík? Hví frístundastyrkur fyrir krakkana sé helmingi lægri í Kópavogi en í flestum öðrum sveitarfélögum?

Þetta hafa verið dýrmæt samtöl og mest um vert þykir mér að hlusta á fólkið. Heyra um upplifun þeirra af þjónustu bæjarins. Hvað því finnst um nærumhverfi sitt og ímynd Kópavogs. Ég hef sagt þeim frá stefnu okkar í Samfylkingunni. Hvernig við kynntum hana fyrst stjórnmálaflokka í byrjun apríl og hvernig við höfum séð hvert stefnumál okkar á fætur öðru birtast, í auglýsingum og stefnu annarra flokka. Fólkið brosir þá, flestir sjá í gegnum þetta.

Samtöl mín við Kópavogsbúa er það besta við þessa kosningabaráttu. Íbúar Kópavogs eru frábært, kröftugt fólk sem er annt um bæjarfélagið sitt. Við sem bjóðum okkur nú fram til forystu fyrir bæjarfélagið ættum að sammælast um að hitta Kópavogsbúa miklu miklu oftar en gert hefur verið. Leiðir til þess eru margar, vilji er allt sem þarf.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar