• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Að hitta fólk með rósir

Að hitta fólk með rósir
ritstjorn
27/05/2014
Ása Richardsdóttir skipar 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Ása Richardsdóttir skipar 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Ég hef gengið fjölmargar götur Kópavogs síðustu vikur, með rósabúnt í fanginu og bæklinga í vasanum. Ég hef bankað upp á hjá hundruð íbúa, fengið að gefa þeim jafnaðarmannarós og heyrt um leið hvað brennur á þeim sem Kópavogsbúum.

Flestir nefna húsnæðismál, jafnt fólk sem býr vel í góðum íbúðum og einbýlishúsum sem og þeir sem búa við þrengri kost. Fólk skilur hreinlega ekki hvers vegna góð og gild húsnæðiskerfi hafa verið afnumin, kerfi sem hjálpuðu alls konar fólki að eignast sitt fyrsta þak yfir höfuðið. Ég skil það ekki heldur.

Margir nefna skipulag bæjarins. Hvernig standi á því að foreldrar þurfi að keyra börnin sín langar leiðir á íþróttaæfingar og í tónlistarnám, eftir hálfgerðum hraðbrautum, í stað þess að krakkarnir geti hjólað sjálf á eftir hjólastígum milli hverfa eða með örum strætóferðum?

Og síðast en ekki síst talar fólk um þjónustu við börnin og aldraða foreldra sína. Af hverju í ósköpunum Kópavogur hugsi ekki betur um gamla fólkið sitt, hví máltíðir fyrir eldri borgara séu til dæmis helmingi dýrari í Kópavogi en í Reykjavík? Hví frístundastyrkur fyrir krakkana sé helmingi lægri í Kópavogi en í flestum öðrum sveitarfélögum?

Þetta hafa verið dýrmæt samtöl og mest um vert þykir mér að hlusta á fólkið. Heyra um upplifun þeirra af þjónustu bæjarins. Hvað því finnst um nærumhverfi sitt og ímynd Kópavogs. Ég hef sagt þeim frá stefnu okkar í Samfylkingunni. Hvernig við kynntum hana fyrst stjórnmálaflokka í byrjun apríl og hvernig við höfum séð hvert stefnumál okkar á fætur öðru birtast, í auglýsingum og stefnu annarra flokka. Fólkið brosir þá, flestir sjá í gegnum þetta.

Samtöl mín við Kópavogsbúa er það besta við þessa kosningabaráttu. Íbúar Kópavogs eru frábært, kröftugt fólk sem er annt um bæjarfélagið sitt. Við sem bjóðum okkur nú fram til forystu fyrir bæjarfélagið ættum að sammælast um að hitta Kópavogsbúa miklu miklu oftar en gert hefur verið. Leiðir til þess eru margar, vilji er allt sem þarf.

 

Efnisorð
Fréttir
27/05/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.