Aðalfólkið í Austurbænum, klikkaði karlinn úti á horni og villingarnir í Vesturbænum

Laugardaginn 1. nóvember klukkan 11:00, árdegis, ætlar Sögufélag Kópavogs að standa fyrir opnum fundir í sal Menntaskólans í Kópavogi við Digranesveg.

Yfirskriftin er: ,,Aðalfólkið í Austurbænum, klikkaði karlinn úti á horni og villingarnir í Vesturbænum“ og er þemað  lífið og tilveran í Kópavogi á árunum 1960-1975.

Nokkrir vel valdir Kópavogsbúar sem voru fæddir á árunum 1960-1965 ætla að sýna áður óbirtar myndir og segja sögur frá Kópavogi á þessum tíma.

Þeir sem tala eru;

  • Ólafur Börkur Þorvaldsson,
  • Jóhann R. Benediktsson,
  • Ýr Gunnlaugsdóttir,
  • Ingibjörg Hinriksdóttir
  • Margrét Sigurðardóttir

Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Nánari upplýsingar með því að smella hér á síðu Facebook.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn