Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 24. júlí kl. 12:00 í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2.
Dagskrá
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar félagsins lagðir fram
- Kosning skoðunarmanns reikninga og eins til vara
- Önnur mál
Markaðsstofa Kópavogs hefur það hlutverk að efla atvinnuþróun og starfa að ferða- og markaðsmálum í Kópavogi. Markaðsstofa Kópavogs vinnur að markmiðum sínum í nánu samstarfi við atvinnulífið, sveitarfélagið og aðra sem vilja stuðla að uppbyggingu í Kópavogi, bæta ímynd svæðisins og auka eftirspurn eftir verslun og þjónustu.
Allir með aðild að Markaðsstofu Kópavogs eru boðnir hjartanlega velkomnir á aðalfundinn. Fyrirtæki sem greitt hafa árgjald til Markaðsstofu Kópavogs eiga kjörgengi og kosningarétt á aðalfundi félagsins samkvæmt 7 gr. samþykktar félagsins.
Fyrirtæki sem vilja gerast aðilar að Markaðsstofu Kópavogs, taka virkan þátt í starfi þess og styðja félagið í að gegna margþættu hlutverki sínu við að efla og styrkja atvinnulífið í Kópavogi er velkomið að hafa samband við undirritaða í síma 570 1578 / 782 1202 eða senda tölvupóst á netfangið ashildur@kopavogur.is.
Boðið verður upp á léttan hádegisverð.
F.h. stjórnar Markaðsstofu Kópavogs,
Áshildur Bragadóttir framkvæmdastjóri