Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs 2014

Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 24. júlí kl. 12:00 í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2.

Dagskrá

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Reikningar félagsins lagðir fram
  3. Kosning skoðunarmanns reikninga og eins til vara
  4. Önnur mál

Markaðsstofa Kópavogs hefur það hlutverk að efla atvinnuþróun og starfa að ferða- og markaðsmálum í  Kópavogi. Markaðsstofa Kópavogs vinnur að markmiðum sínum í nánu samstarfi við atvinnulífið, sveitarfélagið og aðra sem vilja stuðla að uppbyggingu í Kópavogi, bæta ímynd svæðisins og auka eftirspurn eftir verslun og þjónustu.

Allir með aðild að Markaðsstofu Kópavogs eru boðnir hjartanlega velkomnir á aðalfundinn. Fyrirtæki sem greitt hafa árgjald til Markaðsstofu Kópavogs eiga kjörgengi og kosningarétt á aðalfundi félagsins samkvæmt 7 gr. samþykktar félagsins.

Fyrirtæki sem vilja gerast aðilar að Markaðsstofu Kópavogs, taka virkan þátt í starfi þess og styðja  félagið í að gegna margþættu hlutverki sínu við að efla og styrkja atvinnulífið í Kópavogi  er velkomið að hafa samband við undirritaða í síma 570 1578 / 782 1202 eða senda tölvupóst á netfangið ashildur@kopavogur.is.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

 

F.h. stjórnar Markaðsstofu Kópavogs,
Áshildur Bragadóttir framkvæmdastjóri

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar