Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs 2014

Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 24. júlí kl. 12:00 í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2.

Dagskrá

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Reikningar félagsins lagðir fram
  3. Kosning skoðunarmanns reikninga og eins til vara
  4. Önnur mál

Markaðsstofa Kópavogs hefur það hlutverk að efla atvinnuþróun og starfa að ferða- og markaðsmálum í  Kópavogi. Markaðsstofa Kópavogs vinnur að markmiðum sínum í nánu samstarfi við atvinnulífið, sveitarfélagið og aðra sem vilja stuðla að uppbyggingu í Kópavogi, bæta ímynd svæðisins og auka eftirspurn eftir verslun og þjónustu.

Allir með aðild að Markaðsstofu Kópavogs eru boðnir hjartanlega velkomnir á aðalfundinn. Fyrirtæki sem greitt hafa árgjald til Markaðsstofu Kópavogs eiga kjörgengi og kosningarétt á aðalfundi félagsins samkvæmt 7 gr. samþykktar félagsins.

Fyrirtæki sem vilja gerast aðilar að Markaðsstofu Kópavogs, taka virkan þátt í starfi þess og styðja  félagið í að gegna margþættu hlutverki sínu við að efla og styrkja atvinnulífið í Kópavogi  er velkomið að hafa samband við undirritaða í síma 570 1578 / 782 1202 eða senda tölvupóst á netfangið ashildur@kopavogur.is.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

 

F.h. stjórnar Markaðsstofu Kópavogs,
Áshildur Bragadóttir framkvæmdastjóri

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,