Aðalfundur Pírata í Kópavogi

Píratar í Kópavogi héldu aðalfund sinn í byrjun apríl. Fundurinn fór eingöngu fram í fjarfundi og er þetta fyrsti aðalfundur Pírata sem haldinn er þannig. Fundurinn var haldinn á fjarfundakerfi Pírata jitsi.piratar.is og gekk vonum framar þrátt fyrir örlítið tæknivesen, að því er fram kemur í tilkynningu.

Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf; samþykkt ársreiknings og skýrslu stjórnar, lagabreytingar og stjórnarkjör. Stjórnarkjörið fór fram á x.piratar.is og stóð í sólarhring eða til kl. 14:30 laugardaginn 4. apríl.
Í stjórn voru kjörnir: Indriði Ingi Stefánsson, Hákon Jóhannesson, Matthías Hjartarson og Hans Benjamínsson.

Aðrar kosningar á aðalfundinum voru framkvæmdar með „rafrænni handauppréttingu“, þ.e. mál voru lögð fram í spjallglugga á fjarfundinum og fundargestir kusu með eða móti hverju máli. Fyrirkomulagið lagðist vel í fundargesti. Fundurinn samþykkti m.a. heimild stjórnar til að boða til auka aðalfundar vegna málefna Suðvesturkjördæmis, en undirbúningur um stofnun kjördæmisfélags er nú í gangi og hyggjast Píratar í Kópavogi taka fullan átt í þeirri vegferð.

Indriði Ingi Stefánsson er formaður Pírata í Kópavogi.

Indriði Ingi Stefánsson sem var endurkjörinn formaður Pírata í Kópavogi lætur vel af fyrirkomulaginu og sér fyrir sér að fjarfundir geti orðið ráðandi fundarform félagsins jafnvel eftir samkomubann. 
„Í svona sjálfboðaliðastarfi held ég að fólk eigi margfalt auðveldara með að mæta á fjarfundi en hefðbundna fundi. Fundir eru gjarnan á kvöldin og ekki allir eiga heimangengt á þeim tíma, þannig að þetta er líka spurning um aðgengi að þáttöku í pólitík. Auðvitað er líka hluti af starfinu að hittast og eyða tíma saman svo þetta verður alltaf eitthvað blandað. En fjarfundir eru komnir til að vera tel ég.”

Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Pírötum í Kópavogi en félagið hefur einn fulltrúa í bæjarstjórn, Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, en auk þess sinnir stór hópur nefndarstörfum fyrir félagið. Stjórnin hefur tekið að sér að halda reglulega fundi fulltrúa, nefndarfulltrúa og stjórnar til að ræða málefni sem eru til umræðu í nefndum og samræma starfsemi félagsins.

Úr skýrslu stjórnar
„Töluverður árangur hefur orðið af nefndarstarfi Pírata í Kópavogi og ýmis mál lögð fram. Jafnréttisáætlun Kópavogs endurspeglar nánast orðrétt stefnu Pírata í Kópavogi um einelti. Friðhelgi og myndavélar í skólum voru jafnframt tekin föstum tökum. Fleiri mál hafa verið lögð fram t.a.m. ókeypis almenningssamgöngur í Kópavogi, flokkunartunnur á fjölförnum stöðum og umgengni verktaka um gangséttar til að tryggja aðgengi fyrir alla.”
Fundargögn aðalfundarins ásamt fundargerð eru aðgengileg hér:
https://github.com/piratar/fundargerdir/tree/master/2020/P%C3%ADratar%20%C3%AD%20K%C3%B3pavogi/A%C3%B0alfundur%202020

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér