• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Aðalfundur Pírata í Kópavogi

Aðalfundur Pírata í Kópavogi
ritstjorn
06/05/2020

Píratar í Kópavogi héldu aðalfund sinn í byrjun apríl. Fundurinn fór eingöngu fram í fjarfundi og er þetta fyrsti aðalfundur Pírata sem haldinn er þannig. Fundurinn var haldinn á fjarfundakerfi Pírata jitsi.piratar.is og gekk vonum framar þrátt fyrir örlítið tæknivesen, að því er fram kemur í tilkynningu.

Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf; samþykkt ársreiknings og skýrslu stjórnar, lagabreytingar og stjórnarkjör. Stjórnarkjörið fór fram á x.piratar.is og stóð í sólarhring eða til kl. 14:30 laugardaginn 4. apríl.
Í stjórn voru kjörnir: Indriði Ingi Stefánsson, Hákon Jóhannesson, Matthías Hjartarson og Hans Benjamínsson.

Aðrar kosningar á aðalfundinum voru framkvæmdar með „rafrænni handauppréttingu“, þ.e. mál voru lögð fram í spjallglugga á fjarfundinum og fundargestir kusu með eða móti hverju máli. Fyrirkomulagið lagðist vel í fundargesti. Fundurinn samþykkti m.a. heimild stjórnar til að boða til auka aðalfundar vegna málefna Suðvesturkjördæmis, en undirbúningur um stofnun kjördæmisfélags er nú í gangi og hyggjast Píratar í Kópavogi taka fullan átt í þeirri vegferð.

Indriði Ingi Stefánsson er formaður Pírata í Kópavogi.

Indriði Ingi Stefánsson sem var endurkjörinn formaður Pírata í Kópavogi lætur vel af fyrirkomulaginu og sér fyrir sér að fjarfundir geti orðið ráðandi fundarform félagsins jafnvel eftir samkomubann. 
„Í svona sjálfboðaliðastarfi held ég að fólk eigi margfalt auðveldara með að mæta á fjarfundi en hefðbundna fundi. Fundir eru gjarnan á kvöldin og ekki allir eiga heimangengt á þeim tíma, þannig að þetta er líka spurning um aðgengi að þáttöku í pólitík. Auðvitað er líka hluti af starfinu að hittast og eyða tíma saman svo þetta verður alltaf eitthvað blandað. En fjarfundir eru komnir til að vera tel ég.”

Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Pírötum í Kópavogi en félagið hefur einn fulltrúa í bæjarstjórn, Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, en auk þess sinnir stór hópur nefndarstörfum fyrir félagið. Stjórnin hefur tekið að sér að halda reglulega fundi fulltrúa, nefndarfulltrúa og stjórnar til að ræða málefni sem eru til umræðu í nefndum og samræma starfsemi félagsins.

Úr skýrslu stjórnar
„Töluverður árangur hefur orðið af nefndarstarfi Pírata í Kópavogi og ýmis mál lögð fram. Jafnréttisáætlun Kópavogs endurspeglar nánast orðrétt stefnu Pírata í Kópavogi um einelti. Friðhelgi og myndavélar í skólum voru jafnframt tekin föstum tökum. Fleiri mál hafa verið lögð fram t.a.m. ókeypis almenningssamgöngur í Kópavogi, flokkunartunnur á fjölförnum stöðum og umgengni verktaka um gangséttar til að tryggja aðgengi fyrir alla.”
Fundargögn aðalfundarins ásamt fundargerð eru aðgengileg hér:
https://github.com/piratar/fundargerdir/tree/master/2020/P%C3%ADratar%20%C3%AD%20K%C3%B3pavogi/A%C3%B0alfundur%202020

EfnisorðfeaturedPíratar
Aðsent
06/05/2020
ritstjorn

EfnisorðfeaturedPíratar

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.