Aðalfundur Skógræktarfélag Kópavogs

Bernhard Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs.
Bernhard Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs.

Á aðalfundi Skógræktarfélags Kópavogs sem haldin var 3. apríl 2017 var hefðbundin dagskrá, skýrsla stjórnar , skýrsla Fossárnefndar, reikningar og önnur mál. Bragi Michaelsson kynnti starfssemina á síðasta ári og kom fram í máli hans  að á árinu 2016 voru allt að 40 manns sem höfðu tímabundna vinnu við skógrækt hjá félaginu. Búið er að planta um 40.000 trjáplöntum í Selfjall og auk þess hefur verið gróðursett í Selhól, Vatnsendaheiði, Guðmundarlund og að Fossá í Hvalfirði undanfarin ár.  Guðmundarlundur hefur verið grisjaður og hluta af skóginum að Fossá. Timbur sem fallið hefur til við grisjunina hefur verið kurlað. Nokkur Jólatrjásala hefur verið fyrir jól og eru svo kölluð Tröpputré mjög vinsæl en það eru tré sem höfð eru úti á tröppum eða við inngang að húsum um jól.

Atvinna
Samningur er milli Kópavogsbæjar og skógræktarfélagsin um vinnu fyrir fyrir ungmenni 18 ára og eldri og aðila sem Félagsþjónustan í Kópavog er að aðstoða eftir að þeir falla af atvinnuleysiskrá eða fá ekki vinna á almennum markað. Í sumar starfa 25 einstaklingar hjá félaginu. Án aðkomu Kópavogsbæjar væri þessi rekstur erfiður og ber að þakka skilning sem ráðamenn Kópavogsbæjar hafa sýnt á starfsemi félagsins.

Ný stjórn
Ný stjórn Skógræktarfélags Kópavog var kosin á aðalfundi og er skipuð eftirfarandi:  Bernhard Jóhannesson formaður, Ólafur Wernersson varaformaður, Gísli Óskarsson gjaldkeri og Bragi Michaelsson ritari. Meðstjórnedur: Karl M. Kristjánsson, Kristján Jónasson og Hannes Siggason.  Aðal áhersla nýrrar stjórnar er að  fjölga félögum, auka notkun á Guðmundarlundi og halda uppi öflugri fræðslustarfssemi með fræðslukvöldum næsta vetur.

Aðild að Skógræktarfélagi Kópavogs
Með fjölgun félaga styrkist öll starfssemi félagsins og kynnibg félagsmanna bætir mannlífið. Þeir sem lokið hafa starfæfi sinni eiga athvarf í Guðmundarlundi og skóginum sér til heilsubótar með gönguferðum og útivist ásamt öllum þeim sem unna útivist í fögru umhverfi.
Hægt er að gerast félagi í Skógræktarfélagi Kópavogs með því að senda netpóst á netfang: skogkop@gmail.com.  Einnir er hægt að skrá sig á heimasíðu Skógræktarfélags íslands.  Margskonar afslættir fást með félagsaðild.

Guðmundalundur
Eins og fjölmargir vita gaf Guðmundur H. Jónsson, stofnandi Byko, félaginu allar eignir á landi sem hann hafði leigt í Vatnsendalandi  og félagið hefur nefnt „Guðmundarlund“ Þar er í dag  vistlegt útivistarsvæði opið almenningi. Fjórir grillstaðir eru leigðir út til afnota. Fjölmargir hafa nýtt sér þessa aðstöðu fyrir grillveislur fyrir fjölskyldur, skólahópa, íþróttahópa og  fyrirtækjahópar. Allar upplýsingar um útleigu í Guðmundarlundi er að fynna á heimasíðu félagsins skogkop.is.

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs býður þig velkomin í Skógræktarfélag Kópavogs og að njóta þess sem upp á er boðið.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að