• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Aðalstjórn HK svarar fyrir sig

Aðalstjórn HK svarar fyrir sig
ritstjorn
01/06/2014

1501816_599821193417374_1456742139_nVegna yfirlýsingar þriggja einstaklinga sem sæti áttu í stjórn knattspyrnudeildar HK, hefur nú aðalstjórn HK sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

Á síðasta aðalfundi knattspyrnudeildar voru kosnir 5 aðilar í stjórn knattspyrnudeildar HK. Auk þessara kjörnu fulltrúa eiga setu í stjórn deildarinnar formenn ráða, sem nú eru Meistaraflokksráð karla, HK-Víkingur og Barna- og unglingaráð. Á aðalfundinum var kynnt að enginn formaður væri í meistaraflokksráði karla og var stjórn deildarinnar falið að skipa slíkan en fyrri formaður meistaraflokksráðs var kjörinn formaður knattspyrnudeildar á fundinum.

Þrátt fyrir þessa staðreynd sótti einstaklingur fund knattspyrnudeildar í nafni Meistaraflokksráðs karla og greiddi atkvæði í nafni meistarflokksráðs karla til að tryggja umdeildu máli brautargengi á fundi 14. apríl síðastliðinn. Við sama tækifæri var þeirri skoðun hluta stjórnar lýst að enginn færi með atkvæði fulltrúa meistaraflokksráðs kvenna vegna þess að þar sem um væri að ræða samstarf við Víking væri ekki rétt að slíkur fulltrúi ætti kosningarétt í knattspyrnudeild HK. Tillaga borinn upp af formanni var samþykkt með eins atkvæðis mun.

Sama dag átti aðalstjórn fund með stjórn knattspyrnudeildar til að inna eftir starfsemi deildarinnar, þar á meðal fjárhagsáætlun. Kynnt voru ófullburða drög að áætlun en deildarstjórn var við svo búið gefinn ríflegur frestur til að ljúka gerð hennar. Að loknum frestinum var ekki efnt til fundar stjórnar deildarinnar en þess í stað höfð uppi ráðagerð um rafræna atkvæðagreiðslu innan deildarstjórnar um fjárhagsáætlunina án kynningar á forsendum áætlunarinnar. Varaformaður, gjaldkeri og formaður barna- og unglingaráðs töldu sér ekki fært að standa svona að verki og sögðu við svo búið af sér auk þess sem fulltrúi meistaraflokksráðs kvenna, HK/Víkings hefur lýst því yfir að hann treysti sér ekki til að sækja deildarfundi.

Þar með var sú staða uppi að það vantaði 5 af 8 stjórnarmönnum sem sæti eiga í stjórn knattspyrnudeildar samkvæmt lögum HK. Þrátt fyrir mannkosti og dugnað þeirra stjórnarmanna sem eftir voru er slík stjórn hvorki lögmæt né ályktunarbær. Við þeim aðstæðum varð aðalstjórn að bregðast. Leitað var ýmissa leiða til lausnar. Eftir mikla ígrundun, viðræður og sáttatilraunir milli aðila um nokkurra vikna skeið varð niðurstaðan sú að eina færa leiðin samkvæmt lögum félagsins væri að skipa  bráðabirgðastjórn yfir deildinni eins og kynnt hefur verið.

Einn meðlimur aðalstjórnar HK var skipaður formaður deildarinnar og falið að finna fólk sér til fulltingis. Jafnframt var um leið bókað að hún tæki sér leyfi frá störfum fyrir aðalstjórn félagsins á meðan á þessu stæði enda kemur skýrt fram í lögum félagsins að sami aðili geti ekki gegnt tveimur embættum fyrir félagið í einu. Þeir 3 stjórnarmenn sem eftir sátu tilkynntu að þeir færðu sig í Meistaraflokksráð karla og að fyrri formaður deildarinnar yrði formaður Meistaraflokksráðs. Komu þau því ekki til álita í bráðabirgðastjórn félagsins enda má enginn aðili gegna fleiri embættum en einu í félaginu. Haft var samband við fjölda félaga vegna mögulegrar stjórnarsetu í knattspyrnudeild og rúmri viku síðar hefur verið stofnuð bráðabirgðastjórn 5 valinkunnra aðila sem, utan eins, hafa ekki setið í stjórn knattspyrnudeildar áður. Auk þessara aðila sitja í stjórn deildarinnar, eins og fyrr segir, formenn ráða, þ.á m. fyrrum formaður knattspyrnudeildar.

Aðalstjórn félagsins harmar að þær aðgerðir sem grípa þurfti til með hagsmuni knattspyrnudeildar og félagsins alls að leiðarljósi skapi ólgu og sundrung í deildinni. Allir meðlimir bráðabirgðastjórnar hafa lýst því yfir að þeir geri sitt allra besta í að starfa fyrir deildina í heild af heilindum og með sem mestu samstarfi við öll ráð undir deildinni og þá tæplega 800 iðkendur sem stunda knattspyrnu undir merkjum félagsins, í meistaraflokkum karla og kvenna sem og í yngri flokkum. Stefna stjórnar knattspyrnudeildar er að leikmenn félagsins séu í fremstu röð á öllum sviðum. Þess ber að minnast að félag er aldrei sterkara en félagarnir sem í því eru og ber alltaf að taka heildarhagsmuni félags fram yfir persónulega hagsmuni einstakra félagsmanna.

Að öðru leyti mun aðalstjórn HK ekki tjá sig um mál þetta á opinberum vettvangi enda er um innanfélagsmál að ræða sem ber ekki að leysa í fjölmiðlum.

Efnisorð
Fréttir
01/06/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.