Aðgengilegar upplýsingar um geðheilsu

Á gedfraedsla.is er hægt að nálgast upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. Hluti síðunnar er tileinkaður foreldrum, forsjáraðilum og skólastarfsmönnum og þar eru leiðbeiningar til að opna á umræðu við ungmenni um þessi mál með markvissum hætti og veita þeim geðfræðslu. Hugrún geðfræðslufélag hvetur til opinnar umræðu og þess að fólk nýti leiðbeiningarnar til að veita ungmennum geðfræðslu. Slík fræðsla er mikilvæg fyrir ungt fólk og í samfélaginu almennt. Hún getur aukið vitneskju, dregið úr fordómum, dregið úr alvarleika vandans og auðveldað ungu fólki að leita til einhvers sem þau treysta þegar þau upplifa andlega erfiðleika.

Þrátt fyrir mikinn fjölda aðfluttra Íslendinga er oft erfitt að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um geðheilsu og úrræði á öðrum tungumálum en íslensku. Mikilvægi síðunnar sem upplýsingaveita á fleiri tungumálum er því mikið en allt efni gedfraedsla.is er aðgengilegt á íslensku, ensku og pólsku. 

Hugrún, geðfræðslufélag er rekið af háskólanemum í sjálfboðaliðastarfi. Félagið hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund. Stærsta verkefni Hugrúnar ár hvert er að ferðast um landið og halda geðfræðslufyrirlestra í framhaldsskólum, endurgjaldslaust. Starfsemi félagsins er haldið uppi af áhugasömum háskólanemendum sem brenna fyrir því að bæta vitneskju um geðheilbrigði, útrýma fordómum og styrkja ungmenni. Félagið er rekið á styrkjum, frjálsum framlögum og fjáröflunum, allur ágóði rennur í fræðslu ungmenna um geðheilbrigði.

facebook.com/gedfraedsla
instagram.com/gedfraedsla

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér