Aðsóknarmet í Salnum

„Aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár sem er mjög ánægjulegt,“ segir Aino Freyja Jarvela forstöðumaður Salarins.
„Aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár sem er mjög ánægjulegt,“ segir Aino Freyja Jarvela forstöðumaður Salarins.

Átján tónleikar verða í tónlistarhúsinu Salnum í Kópavogi næstu þrjár vikurnar. Þetta er metfjöldi tónleika á þremur vikum og stefnir í metaðsókn en gera má ráð fyrir um 4.000 gestum á tímabilinu.

Flestir tónleikanna eru með jólabrag enda aðventan á næsta leyti. Meðal þess sem er framundan eru árlegir jólatónleikar Friðriks Ómars, Heima um jólin, sem verða fluttir fimm sinnum fyrir fullu húsi. Sætabrauðsdrengirnir fjörugu bjóða til fjögurrajólatónleika auk þess sem Systurnar þrjár, Þórunn, Dísella og Ingibjörg Lárusdæturhalda þar jólaboð.

Hildigunnur Einarsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir flytja gömul og ný íslensk jólalög á hádegistónleikum 12. desember sem eru hluti af dagskrárlið Menningarhúsanna Menningu á miðvikudögum. Þá verða jólatónleikar Rásar 1 í Salnum.

Jazz unnendur fara ekki varhluta af framboðinu en tónleikar með tveimur fremstu jazzpíanistum Ítalíu af yngri kynslóðinni þeim Alessandro Lanzoni og Giovanni Guidi, þar sem þeir eiga samtal á tvo flygla í tónleikaröðinni Jazz í Salnum, verða 16. desember.

Loks má þess geta að Emilíana Torrini heldur þrenna tónleika fyrir troðfullu húsi nú í vikunni en hún kemur fram í tónleikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram.

„Aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár sem er mjög ánægjuleg. Dagskráin hjá okkur er mjög fjölbreytt, tónlistarmenn úr öllum áttum sækjast eftir að halda tónleika í Salnum og áhorfendur koma víða að. Við enduvöktum tónleikaröðina Tíbrá fyrir tveimur árum og viðbrögðin voru mjög góð. Tónleikaröðin Af fingrum fram hefur gengið í 10 ár, heimsklassa jazztónlistamenn koma fram í nýrri tónlekaröð Jazz í Salnum og svo eru bæði klassískir og popptónleikar á víxl nánast í viku hverri,“ segir Aino Freyja Jarvela forstöðumaður Salarins.

Salurinn fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Húsið var fyrsta sérhannaða tónlistarhús landsins og hefur frá upphafi verið eftirsótt til tónleikahalds vegna einstaks hljómburðar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem