Aðventuhátíð á Hálsatorgi

jolaljosin

Aðventuhátíð Kópavogsbæjar verður haldin laugardaginn 30. nóvember þar sem jólaljósin á  vinabæjartrénu á Hálsatorgi verða tendruð. Hátíðardagskráin hefur aldrei verið umfangsmeiri og fjölbreyttari. Rauðhetta og úlfurinn ætla að stjórna henni með söng og dansi á torginu.

Eyþór Ingi Evróvisjón-söngvari með meiru tekur lagið, jólasveinar kíkja við, jólahús prýða torgið full af góðgæti og gjafavörum, Karlakór Kópavogs syngur í Gerðarsafni og sölusýning á hönnun og handverki verður í safnaðarheimili Kópavogskirkju.

Dagskráin í heild sinni er sem hér segir: 

Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn

Kl. 11-17

Íslenska teiknibókin  – 350 ára afmæli Árna Magnússonar

Nýstárleg sýning á Íslensku teiknibókinni. Teiknibókin er einstæð meðal handrita í safni Árna Magnússonar, hún inniheldur safn fyrirmynda sem listamenn fyrri alda nýttu sér.

kl. 15.00 Guðbjörg Kristjánsdóttir safnstjóri mun vera með leiðsögn um sýninguna.

kl. 16.00 Karlakór Kópavogs undir stjórn Garðars Cortes og stórskemmtilegt djass tríó frá Svíþjóð.

Safnaðarheimili Kópavogskirkju

Kl. 12-18

Allir fá þá eitthvað fallegt…“

Hönnun og handverk í Kópavogi

22 aðilar sýna íslenska listiðn, handverk og hönnun í safnaðarheimili Kópavogskirkju.

Þetta er einstakt tækifæri til að kynna sér skapandi kraft hönnuða í Kópavogi og ætti enginn að láta sýninguna framhjá sér fara!

Hálsatorg

Kl. 14.00 Félagasamtök úr Kópavogi opna sölubása og skapa jólastemningu.

Kl. 15.00 Tendrað á ljósum vinabæjarjólatrés.

Rauðhetta og Úlfurinn sjá um að kynna dagskrána.

Skólahljómsveit Kópavogs spilar jólalög.

Sendiherra Svíþjóðar, Bosse Hedberg, afhendir vinabæjartréð frá Norrköping.

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Björnsdóttir, tekur á móti jólatrénu fyrir hönd Kópavogsbæjar.

Eyþór Ingi tekur lagið.

Jólaball á Hálsatorgi. Jólasveinar, söngur og gleði!

Laufabrauðsdagurinn á Gjábakka

Kl. 13.00  Handverksmarkaður opnar og laufabrauðsgerðin hefst.

Kl. 13.00 Tríóið Friends4ever.

Kl. 14.00 Samkór Kópavogs.

Kl. 15.15 Skólahljómsveit Kópavogs.

Veitingar, kaffi og súkkulaði verður afgreitt í kaffiteríu frá kl. 13.30 til 16.30

Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa

Jólakötturinn verður á kreiki í Safnahúsinu milli kl. 14 og 15 og heilsar upp á krakka.
Í Kórnum í Safnahúsinu verður boðið upp á skemmti- og fræðsluerindi um jólaköttinn í máli og myndum fyrir 4-6 ára börn og slóð kattarins verður rakin um húsið og lesin skemmtileg jólasaga.

Dýrin í Náttúrufræðistofunni skrýðast jólabúningi.

Nýjar og gamlar jólabækur eru til útláns í bókasafninu.

Myndlistarmenn

Listamenn í Kópavogi hafa tekið sig saman og opna vinnustofur sínar.

Komið og skoðið listamenninguna í Kópavogi, heitt á könnunni og allir velkomnir í jólastemningu og smitandi gott jólaskap.

Anarkía Listasalur, Hamraborg 3. Opið 30. nóv. og 1. des. kl. 14-18

Glergallerí: Jónas Bragi og Catherine Dodd, Auðbrekku 7. Opið 30. nóv. kl. 13-17.

Jón Adolf Steinólfsson, Dalvegi 16c –gegnt sýslumanninum. Opið 30. Nóv. og 1. des. kl. 13-17.

Listamenn ART11, Auðbrekku 4, 3. hæð. Opið 30. Nóv. og 1. des. kl. 13-17. Gengið inn að ofanverðu.

Listamenn í Norm-X húsinu Auðbrekku 6, 2. og 3. hæð. Opið 30. nóv. kl. 13-17.

Sólrún Halldórsdóttir, Hraunbraut 36. Opið 30. nóv. kl. 13-17.

Stúdíó Subba, Hamraborg 1-3. Opið 30. nóv og 1. des kl. 13-17.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að