Aðventuhátíð í Kópavogi

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin 28. og 29. nóvember með jóladagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

Hátíðin er að þessu sinni á nýjum stað, á túninu fyrir aftan menningarhúsin og verður einnig dagskrá í menningarhúsunum laugardag og sunnudag. 

Tendrað verður á jólatréinu klukkan fjögur á laugardegi og slegið upp jólaballi með söng og leik. Jólasveinarnir og jólakötturinn líta í heimsókn og jólaandinn svífur yfir vötnum á jólamarkaði. 

Dagskrá aðventuhátíðarinnar við menningarhúsin hefst klukkan eitt laugardaginn 28. nóvember. Þá opnar markaðurinn  Hönnun og handverk í Kópavogi í Gerðarsafni og jólamarkaður á túni menningarhúsanna. Bragi Valdimar Skúlason kemur í jólaheimsókn í Bókasafn Kópavogs og ræðir um jólasveina og nýju plötuna sína. Jólakötturinn rekur inn nefið í Náttúrufræðistofu Kópavogs og á Bókasafn Kópavogs.

Adventa2014_3Klukkan fjögur hefst svo aðventudagskrá á túninu við menningarhúsin. Þá tendra sendiherra Svíþjóðar, Bosse Hedberg og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs á jólatréinu, sem er gjöf frá vinabæ Kópavogs í Norrköping í Svíþjóð. Hrói Höttur, Gilli gríslingur og fleiri úr Leikhópnum Lottu kynna dagskrána. Skólahljómsveit Kópavogs spilar jólalög. Jólaball, söngur og gleði með gestum sem eru óvenju snemma á ferð! 

Hinn árlegi laufabrauðsdagur er í félagsmiðstöð aldraðra í Gjábakka og hefst dagskráin þar klukkan eitt, laugardaginn 28. nóvember, með laufabrauðsgerð og opnun handverksmarkaðar. Seldar eru veitingar og boðið upp á margvísleg skemmtiatriði í Gjábakka.

Eins og venja er opna listamenn í Hamraborg og Auðbrekku dyr sínar gestum og gangandi í tengslum við aðventuhátíðina. Opið hús verður hjá þeim á laugardeginum frá eitt.

Sunnudaginn 29. nóvember verður boðið upp á jólaorigami í Bókasafni Kópavogs og listasmiðju í Gerðarsafni. Þá verður jólaleikritið Ævintýrið um Augastein sýnt í Salnum klukkan fimm.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem