Aðventuhátíð í Kópavogi

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin 28. og 29. nóvember með jóladagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

Hátíðin er að þessu sinni á nýjum stað, á túninu fyrir aftan menningarhúsin og verður einnig dagskrá í menningarhúsunum laugardag og sunnudag. 

Tendrað verður á jólatréinu klukkan fjögur á laugardegi og slegið upp jólaballi með söng og leik. Jólasveinarnir og jólakötturinn líta í heimsókn og jólaandinn svífur yfir vötnum á jólamarkaði. 

Dagskrá aðventuhátíðarinnar við menningarhúsin hefst klukkan eitt laugardaginn 28. nóvember. Þá opnar markaðurinn  Hönnun og handverk í Kópavogi í Gerðarsafni og jólamarkaður á túni menningarhúsanna. Bragi Valdimar Skúlason kemur í jólaheimsókn í Bókasafn Kópavogs og ræðir um jólasveina og nýju plötuna sína. Jólakötturinn rekur inn nefið í Náttúrufræðistofu Kópavogs og á Bókasafn Kópavogs.

Adventa2014_3Klukkan fjögur hefst svo aðventudagskrá á túninu við menningarhúsin. Þá tendra sendiherra Svíþjóðar, Bosse Hedberg og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs á jólatréinu, sem er gjöf frá vinabæ Kópavogs í Norrköping í Svíþjóð. Hrói Höttur, Gilli gríslingur og fleiri úr Leikhópnum Lottu kynna dagskrána. Skólahljómsveit Kópavogs spilar jólalög. Jólaball, söngur og gleði með gestum sem eru óvenju snemma á ferð! 

Hinn árlegi laufabrauðsdagur er í félagsmiðstöð aldraðra í Gjábakka og hefst dagskráin þar klukkan eitt, laugardaginn 28. nóvember, með laufabrauðsgerð og opnun handverksmarkaðar. Seldar eru veitingar og boðið upp á margvísleg skemmtiatriði í Gjábakka.

Eins og venja er opna listamenn í Hamraborg og Auðbrekku dyr sínar gestum og gangandi í tengslum við aðventuhátíðina. Opið hús verður hjá þeim á laugardeginum frá eitt.

Sunnudaginn 29. nóvember verður boðið upp á jólaorigami í Bókasafni Kópavogs og listasmiðju í Gerðarsafni. Þá verður jólaleikritið Ævintýrið um Augastein sýnt í Salnum klukkan fimm.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar