Aðventukaffi Sögufélagsins

Sögufélag Kópavogs efnir til aðventukaffis á opnu húsi laugardaginn 7. desember milli klukkan 15:00 og 17:00 í húsnæði Héraðsskjalasafns Kópavogs að Digranesvegi 7, gamla pósthúsinu. Sýnd verða kvikmyndabrot úr Kópavogi frá 1934-1965 sem félagið sýndi á síðasta spjallfundi sínum og starfsmenn safnsins verða til skrafs og ráðagerða um meðhöndlun fjölskylduskjalasafna, ljósmynda o.fl. Ekki verður um formlega dagskrá að ræða, heldur létt spjall um gamla tíma og gömul kynni rifjuð upp.

Smárit Sögufélagsins og Héraðsskjalasafnsins verða til sölu  og er tilvalið að lauma þeim í jólapakka Kópavogsbúa, núverandi, fyrrverandi og verðandi. Allir velkomnir hvenær sem er milli klukkan 15:00 og 17:00 sem fyrr segir.

vatnsendi_rit

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér