Aðventukaffi Sögufélagsins

Sögufélag Kópavogs efnir til aðventukaffis á opnu húsi laugardaginn 7. desember milli klukkan 15:00 og 17:00 í húsnæði Héraðsskjalasafns Kópavogs að Digranesvegi 7, gamla pósthúsinu. Sýnd verða kvikmyndabrot úr Kópavogi frá 1934-1965 sem félagið sýndi á síðasta spjallfundi sínum og starfsmenn safnsins verða til skrafs og ráðagerða um meðhöndlun fjölskylduskjalasafna, ljósmynda o.fl. Ekki verður um formlega dagskrá að ræða, heldur létt spjall um gamla tíma og gömul kynni rifjuð upp.

Smárit Sögufélagsins og Héraðsskjalasafnsins verða til sölu  og er tilvalið að lauma þeim í jólapakka Kópavogsbúa, núverandi, fyrrverandi og verðandi. Allir velkomnir hvenær sem er milli klukkan 15:00 og 17:00 sem fyrr segir.

vatnsendi_rit

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð