Björt framtíð hefur sent frá sér svohjóðandi yfirlýsingu vegna misskilnings við framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu:
Björt framtíð harmar þann leiða misskilning sem hefur átt sér stað við framkvæmd utankjörfundaratkæðagreiðslu hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Listabókstafurinn A var þá notaður i stað Æ, en Æ var samþykktur bókstafur fyrir Bjarta framtíð á fundi yfirkjörstjórnar í Kópavogi þann 10 maí sl.
Sýslumaðurinn í Kópavogi hefur réttilega bent á að það sé á ábyrgð kjósenda að sjálfra að þekkja listabókstaf okkar. Við höfum því uppfært eina af auglýsingum okkar til að árétta við alla að sem ætla að kjósa utankjörstaðar að nota bókstafinn Æ til að kjósa Bjarta framtíð.