Skíðaíþróttin eins og aðrar íþróttir krefjast þolgæðis og styrks. Líkamlegur og ekki síst andlegur styrkur er mikilvægur til að stunda þessa flóknu íþrótt.
Skíðadeild Breiðabliks er sérlega stolt af Kópavogsstúlkunni Öglu Jónu Sigurðardóttur sem nýverið var valin ásamt 20 efnilegum skíðakrökkum víðsvegar að úr heiminum af FIS alþjóðlega skíðasambandinu til að æfa á Pitztal Jöklinum í Austurríki og á Val Senales jöklinum á Ítalíu sem er 3.600 metra hár jökull. Þar hefur Agla Jóna verið í vetur og æft fimm stundir á dag í stundum í yfir 20 stiga frosti. Þegar æfingum í fjalli lýkur taka svo við þrekæfingar af ýmsu tagi enda þarf að styrkja, teygja og liðka hvern einasta vöðva líkamans fyrir brautina. Kannski eru margir sem átta sig ekki á þeim gríðarlegu átökum sem felast í að skíða niður eina svig eða stórsvigsbraut eða þær æfingar sem liggja að baki.
Agla Jóna verður 18 ára nú í desember og stundar nám í Verslunarskóla Íslands. Hún hefur æft skíðin frá unga aldri. Öglu gekk mjög vel á Landsmóti síðasta vor og náði að skora undir 100 punkta í svigi sem er mjög góður árangur.