Afhending viðurkenninga jafnréttis- og mannréttindaráðs

Handhafar viðurkenninganna, bæjarstjóri Kópavogs og fulltrúar í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs.

Þrír hlutu viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogsbæjar fyrir árið 2018, Sólveig Magnúsdóttir kennari við Kópavogsskóla, Berglind Pála Bragadóttir kennari við Snælandsskóla og Samkóp, samtök foreldrafélaga í Kópavogi.

Það voru Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Gunnar Sær Ragnarsson formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs sem afhentu viðurkenningarnar.

Ráðið veitir viðurkenningar árlega þeim sem hafa staðið sig vel á sviði jafnréttis og mannréttinda. Viðurkenningin er nú afhent í sautjánda sinn.

Nánar um handhafa:

Sólveig Magnúsdóttir kennari  við Kópavogsskóla

Sólveig starfar við Kópavogsskóla sem kennari barna með íslensku sem annað móðurmál. Hún nýtir fjölbreytilega kennsluhætti við kennsluna og hefur hag nemenda af erlendum uppruna ofarlega í huga í öllum sínum störfum. Með starfi sínu vinnur hún það mikilvæga starf að aðstoða börn við að ná góðum tökum á íslensku og styrkja þar með sjálfsmynd barna og sjálfsöryggi.

Berglind Pála Bragadóttir kennari við Snælandsskóla

Berglind Pála er kennari á unglingastigi, umsjónarkennari og kennari í samfélagsfræði. Hún hefur sett upp frumsamda söngleiki og kennt félagsfærni á unglingastigi. Þá hefur hún séð um spurningakeppni þar sem áherslan er á að draga fram þátt kvenna í sögunni. Berglind starfar í jafnréttisteymi Snælandsskóla og stóð að innleiðingu á jafnréttisdegi Snælandsskóla.

Samkóp, samtök foreldrafélaga í Kópavogi

Í SAMKÓP eiga fulltrúar frá öllum grunnskólum í Kópavogi sæti.  Öflugt foreldrastarf er mikilvægt, það styrkir foreldrasamfélagið og skólana sömuleiðis. Samkóp hefur beint sjónum sínum að margvíslegum aðkallandi málum barna og gætt hagsmuna þeirra. Þá hafa samtökin meðal annars staðið fyrir fræðslufundum um kvíða barna og unglinga og tölvunotkun.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar