Afhenti Tónlistarsafninu allar útsetningar KK sextettsins.

Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands og Erla Wigelund Kristjánsson ekkja Kristjáns Kristjánssonar hljómsveitarstjóra.
Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands og Erla Wigelund Kristjánsson ekkja Kristjáns Kristjánssonar hljómsveitarstjóra.

Erla Wigelund Kristjánsson ekkja tónlistarmannsins Kristjáns Kristjánssonar (KK sextettinn), afhenti á dögunum Tónlistarsafni Íslands allar útsetningar hljómsveitarinnar. Er um að ræða handrit af hundruðum laga sem útsett voru af meðlimum hljómsveitar Kristjáns í gegnum árin. Þá má finna í gögnum útgefnar nótur, erlendar og innlendar af öllum helstu dægulögum frá þeim tíma sem hljómsveitin starfaði. Einnig eru í safninu ýmis bréf og samningar hljómsveitarinnar. Nótna- og gagnasafnið er merk heimild um starfsemi einnar vinsælustu dægurhljómsveitar sem starfaði á landinu um miðbik síðustu aldar, segir í tilkynningu frá Tónlistarsafni Íslands.

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér