Erla Wigelund Kristjánsson ekkja tónlistarmannsins Kristjáns Kristjánssonar (KK sextettinn), afhenti á dögunum Tónlistarsafni Íslands allar útsetningar hljómsveitarinnar. Er um að ræða handrit af hundruðum laga sem útsett voru af meðlimum hljómsveitar Kristjáns í gegnum árin. Þá má finna í gögnum útgefnar nótur, erlendar og innlendar af öllum helstu dægulögum frá þeim tíma sem hljómsveitin starfaði. Einnig eru í safninu ýmis bréf og samningar hljómsveitarinnar. Nótna- og gagnasafnið er merk heimild um starfsemi einnar vinsælustu dægurhljómsveitar sem starfaði á landinu um miðbik síðustu aldar, segir í tilkynningu frá Tónlistarsafni Íslands.