Afhenti Tónlistarsafninu allar útsetningar KK sextettsins.

Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands og Erla Wigelund Kristjánsson ekkja Kristjáns Kristjánssonar hljómsveitarstjóra.
Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands og Erla Wigelund Kristjánsson ekkja Kristjáns Kristjánssonar hljómsveitarstjóra.

Erla Wigelund Kristjánsson ekkja tónlistarmannsins Kristjáns Kristjánssonar (KK sextettinn), afhenti á dögunum Tónlistarsafni Íslands allar útsetningar hljómsveitarinnar. Er um að ræða handrit af hundruðum laga sem útsett voru af meðlimum hljómsveitar Kristjáns í gegnum árin. Þá má finna í gögnum útgefnar nótur, erlendar og innlendar af öllum helstu dægulögum frá þeim tíma sem hljómsveitin starfaði. Einnig eru í safninu ýmis bréf og samningar hljómsveitarinnar. Nótna- og gagnasafnið er merk heimild um starfsemi einnar vinsælustu dægurhljómsveitar sem starfaði á landinu um miðbik síðustu aldar, segir í tilkynningu frá Tónlistarsafni Íslands.

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,