Afhenti Tónlistarsafninu allar útsetningar KK sextettsins.

Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands og Erla Wigelund Kristjánsson ekkja Kristjáns Kristjánssonar hljómsveitarstjóra.
Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands og Erla Wigelund Kristjánsson ekkja Kristjáns Kristjánssonar hljómsveitarstjóra.

Erla Wigelund Kristjánsson ekkja tónlistarmannsins Kristjáns Kristjánssonar (KK sextettinn), afhenti á dögunum Tónlistarsafni Íslands allar útsetningar hljómsveitarinnar. Er um að ræða handrit af hundruðum laga sem útsett voru af meðlimum hljómsveitar Kristjáns í gegnum árin. Þá má finna í gögnum útgefnar nótur, erlendar og innlendar af öllum helstu dægulögum frá þeim tíma sem hljómsveitin starfaði. Einnig eru í safninu ýmis bréf og samningar hljómsveitarinnar. Nótna- og gagnasafnið er merk heimild um starfsemi einnar vinsælustu dægurhljómsveitar sem starfaði á landinu um miðbik síðustu aldar, segir í tilkynningu frá Tónlistarsafni Íslands.

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í