Afhentu félagsmálaráðherra lykil að lausn húsnæðisvandans

Samtök leigjenda á Íslandi afhentu í lok síðustu viku Eygló Harðardóttur, ráðherra húsnæðismála, „lykil“ að lausn vandans á húsnæðismarkaði. Áfast á lyklinum er merki samtakanna með gildum þess sem eru: Heiðarleiki, sanngirni, gegnsæi og áræðni.  Á fundinum var farið yfir sjónarmið samtakanna um jafnvægi og raunhæft val á húsnæðismarkaði áður en stjórnarfrumvörp verða lögð fram á Alþingi í næsta mánuði.

Samtökin vilja stuðla að því að leiguformið verði í löggjöf viðurkennt sem raunhæfur valkostur og að ýtt verði undir samvinnufélagsformið og það opnað fyrir nýjum leiðum þegar nýtt húsnæðiskerfi er skipulagt.

Meðal markmiða samtaka leigjenda er að tekið verði á vaxandi húsnæðisvanda með afgerandi og varanlegum hætti til lengri tíma og að réttarstaða aðila á leigumarkaði verði tryggð sem draga ætti verulega úr ágreiningsmálum.

Í máli ráðherra kom meðal annars fram þakklæti fyrir framlag samtaka leigjenda til samvinnuhóps um framtíðarstefnu húsnæðismála og kvað ráðherra ábendingar og greinagerðir samtakanna mikilvægar við vinnslu þeirra frumvarpa sem lögð verða fram, að því er segir í tilkynningu frá samtökum leigjenda.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér