Afhentu félagsmálaráðherra lykil að lausn húsnæðisvandans

Samtök leigjenda á Íslandi afhentu í lok síðustu viku Eygló Harðardóttur, ráðherra húsnæðismála, „lykil“ að lausn vandans á húsnæðismarkaði. Áfast á lyklinum er merki samtakanna með gildum þess sem eru: Heiðarleiki, sanngirni, gegnsæi og áræðni.  Á fundinum var farið yfir sjónarmið samtakanna um jafnvægi og raunhæft val á húsnæðismarkaði áður en stjórnarfrumvörp verða lögð fram á Alþingi í næsta mánuði.

Samtökin vilja stuðla að því að leiguformið verði í löggjöf viðurkennt sem raunhæfur valkostur og að ýtt verði undir samvinnufélagsformið og það opnað fyrir nýjum leiðum þegar nýtt húsnæðiskerfi er skipulagt.

Meðal markmiða samtaka leigjenda er að tekið verði á vaxandi húsnæðisvanda með afgerandi og varanlegum hætti til lengri tíma og að réttarstaða aðila á leigumarkaði verði tryggð sem draga ætti verulega úr ágreiningsmálum.

Í máli ráðherra kom meðal annars fram þakklæti fyrir framlag samtaka leigjenda til samvinnuhóps um framtíðarstefnu húsnæðismála og kvað ráðherra ábendingar og greinagerðir samtakanna mikilvægar við vinnslu þeirra frumvarpa sem lögð verða fram, að því er segir í tilkynningu frá samtökum leigjenda.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í