Afhentu félagsmálaráðherra lykil að lausn húsnæðisvandans

Samtök leigjenda á Íslandi afhentu í lok síðustu viku Eygló Harðardóttur, ráðherra húsnæðismála, „lykil“ að lausn vandans á húsnæðismarkaði. Áfast á lyklinum er merki samtakanna með gildum þess sem eru: Heiðarleiki, sanngirni, gegnsæi og áræðni.  Á fundinum var farið yfir sjónarmið samtakanna um jafnvægi og raunhæft val á húsnæðismarkaði áður en stjórnarfrumvörp verða lögð fram á Alþingi í næsta mánuði.

Samtökin vilja stuðla að því að leiguformið verði í löggjöf viðurkennt sem raunhæfur valkostur og að ýtt verði undir samvinnufélagsformið og það opnað fyrir nýjum leiðum þegar nýtt húsnæðiskerfi er skipulagt.

Meðal markmiða samtaka leigjenda er að tekið verði á vaxandi húsnæðisvanda með afgerandi og varanlegum hætti til lengri tíma og að réttarstaða aðila á leigumarkaði verði tryggð sem draga ætti verulega úr ágreiningsmálum.

Í máli ráðherra kom meðal annars fram þakklæti fyrir framlag samtaka leigjenda til samvinnuhóps um framtíðarstefnu húsnæðismála og kvað ráðherra ábendingar og greinagerðir samtakanna mikilvægar við vinnslu þeirra frumvarpa sem lögð verða fram, að því er segir í tilkynningu frá samtökum leigjenda.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem