Afl þeirra hluta sem gera þarf

Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson.

Fjölmörg verkefni bíða nýrrar ríkisstjórnar sem tekur við landsstjórninni eftir kosningarnar í haust. Það er tilhlökkunarefni að taka við því góða búi sem ríkisstjórnin skilar til okkar landsmanna og mun sterk staða ríkissjóðs sem lotið hefur stjórn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, skipta þar mestu máli. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur náðst einstæður árangur í lausn vandamála sem blöstu við okkur vorið 2013. Það er litið til okkar Íslendinga hvaðanæva úr heiminum sem fordæmis í úrlausn skuldavanda þjóðarbúsins vegna bankahrunsins. Við njótum aðdáunar vegna þess hve hratt efnahagslífið hefur tekið við sér á nýja leik og við erum öfunduð vegna þess að hér er atvinnuleysi í lágmarki. Verðbólga er vart mælanleg, kaupmáttur almennings fer hratt vaxandi og skuldir þjóðarbúsins lækka með degi hverjum. Nú síðast hefur lánshæfismat ríkissjóðs verið hækkað enn á ný, um tvö þrep! Við höfum lækkað skatta, gjöld og tolla og aukið þannig ráðstöfunartekjur almennings. Þessi góða staða er afrakstur árangurs öflugrar ríkisstjórnar og styrkrar stjórnar fjármála landsins. Hún gerir okkur kleift að taka til hendinni í brýnustu málaflokkum, eins og stórátaki í endurbótum heilbrigðiskerfisins, átaki í málefnum aldraðra og öryrkja og húsnæðismálum ungs fólks, svo dæmi séu tekin.

Fleiri málefni bíða þó úrlausnar og nefni ég hér nokkur.

Aðgangseyrir innheimtur af ferðamönnum
Nú liggur fyrir frumvarp sem ég hef látið vinna um náttúrugjald sem yrði innheimt af allri gistingu þ.m.t. af gistingu í skemmtiferðaskipum og húsbílum. Við slíka gjaldtöku verður að gæta hófs þannig að ekki valdi skaða í sölu- og markaðssetningu til ferðamanna. Ferðaþjónustan skilar þjóðarbúinu miklum tekjum og því getur verið umdeilt að hefja viðbótar skattlagningu. En almennt tel ég að samstaða sé um slíka gjaldtöku af ferðamönnum og fulltrúar ferðaþjónustunnar hafa tekið undir þau sjónarmið. Hvort samstaða næst um að ljúka þessu máli á þeim tíma sem þingið starfar í haust verður að koma í ljós.

Sátt um verndun hálendisins
Línan á milli verndunar og nýtingar er vandrötuð og mjög eðlilegt að það kalli á ítarlega umræðu. Sú umræða verður að leiða til sáttar til framtíðar um náttúruverndarsvæði sem og nýtingarsvæði og fyrir þeirri sátt mun ég beita mér. Ég hef í sumar unnið að þingsályktunartillögu sem lögð verður fram á þessu þingi sem mælir fyrir um að mjög verði aukið við friðuð svæði á hálendinu. Á hálendi Íslands er nú þegar bæði að finna vernduð svæði og svæði nýtt fyrir t.d orkuvinnslu og í ferðamennsku. Þar eru þegar mannvirki svo sem skálar, vegir og raflínur. Tillaga mín byggist á því sjónarmiði að vel fari saman verndun náttúrunnar og hófleg nýting náttúruauðlinda enda mýmörg dæmi um að sjálfbærir virkjunarkostir og náttúruvernd geti farið saman.

Endurgreiðsla virðisauka- skatts til hjálparsamtaka
Starfsemi félagasamtaka og sjálfseignarstofnana þar sem byggt er á störfum sjálfboðaliða, þar sem drifkrafturinn er hvorki hagnaðarvon eins og í einkafyrirtækjum né hagnaðardreifing eins og í opinberum stofnunum, er gríðarlega mikilvæg í okkar fámenna samfélagi. Ég hef barist fyrir því ríkið kortleggi þessa starfsemi og fari í aðgerðir til að létta undir með því fórnfúsa starfi sem þar fer fram. Í mörg ár var ég í forystusveit Landsbjargar sem er mjög gott dæmi um mikilvægt og fórnfúst starf sjálfboðaliða. Ég tel mjög mikilvægt að stjórnvöld styðji og styrki þessa starfsemi með því að endurgreiða þeim virðisaukaskatt sem snertir beina uppbyggingu innviða starfseminnar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem