Afmælishátíð í Kópavogi

Stórtónleikar í Kórnum, sundlaugafjör, afmæliskaka, handverkssýning, sýning leikskólabarna, málþing og sögusýning er meðal þess sem boðið er upp á í tilefni sextugsafmælis Kópavogs.

Tónleikarnir eru viðamesti viðburðurinn sem haldinn er í tengslum við afmæli bæjarins en þeir verða haldnir sunnudaginn 10. maí. Kópavogsbúum og öllum velunnurum bæjarins er boðið á tónleikana, aðgangur er ókeypis.

Á tónleikunum koma fram 600 manns sem allir eiga það sameiginlegt að vera Kópavogsbúar eða eiga rætur sínar að rekja í Kópavog. Á þeim verður saga bæjarins og saga íslenskrar dægurtónlistar fléttuð saman með skemmtilegum hætti. Flutt verða íslensk lög úr ýmsum áttum í fjölskylduvænni dagskrá. Meðal þeirra sem koma fram eru Ríó tríó, Salka Sól, Erpur, sameinaður barnakór sem 400 börn úr Kópavogi skipa, Guðrún Gunnars, Stebbi Hilmars og fleiri. Kynnar eru Kópavogsbúinn Helgi Pétursson og Reykvíkingurinn Saga Garðarsdóttir.

Nánari upplýsingar um afmælið er að finna á www.kopavogur.is.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér