Afmælishátíð í Kópavogi

Stórtónleikar í Kórnum, sundlaugafjör, afmæliskaka, handverkssýning, sýning leikskólabarna, málþing og sögusýning er meðal þess sem boðið er upp á í tilefni sextugsafmælis Kópavogs.

Tónleikarnir eru viðamesti viðburðurinn sem haldinn er í tengslum við afmæli bæjarins en þeir verða haldnir sunnudaginn 10. maí. Kópavogsbúum og öllum velunnurum bæjarins er boðið á tónleikana, aðgangur er ókeypis.

Á tónleikunum koma fram 600 manns sem allir eiga það sameiginlegt að vera Kópavogsbúar eða eiga rætur sínar að rekja í Kópavog. Á þeim verður saga bæjarins og saga íslenskrar dægurtónlistar fléttuð saman með skemmtilegum hætti. Flutt verða íslensk lög úr ýmsum áttum í fjölskylduvænni dagskrá. Meðal þeirra sem koma fram eru Ríó tríó, Salka Sól, Erpur, sameinaður barnakór sem 400 börn úr Kópavogi skipa, Guðrún Gunnars, Stebbi Hilmars og fleiri. Kynnar eru Kópavogsbúinn Helgi Pétursson og Reykvíkingurinn Saga Garðarsdóttir.

Nánari upplýsingar um afmælið er að finna á www.kopavogur.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í