• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Áfram Kópavogur

Áfram Kópavogur
ritstjorn
11/05/2022
Hanna Carla Jóhannsdóttir skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Kópavogur er eftirsóknarverður bær að búa í og þannig á það að vera áfram. Eitt af því sem gerir bæinn framúrskarandi er stuðningur við íbúa til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Íbúum fjölgar ört og er ein ástæða þess að að fjölskyldufólk velur sér búsetu eftir því hvar  öflugtíþrótta- og tómstundastarf er, auk þess að horfa til  þeirrar góðu íþróttaaðstöðu hér í bænum.

Hækkum frístundastyrkinn

Eitt af okkar 100 loforðum er hækkun á frístundastyrk barna og ungmenna í 70.000 krónur á kjörtímabilinu og þannig  hvetja öll börn og ungmenni til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við ætlum einnig að útvíkka styrkinn enn frekar svo hann nýtist á breiðari grundvelli og uppfæra hann í samræmi við almenna verðlagsþróun.

Höldum áfram að byggja upp

Það blasir við að miðað við spár um fjölgun íbúa hér í Kópavogi á næstu árum og þar með fjölgun iðkenda í íþróttastarfi er nauðsynlegt að uppbygging á íþróttaaðstöðu haldi áfram í takti við þá þróun. Við Sjálfstæðisfólk í Kópavogi ætlum að halda áfram að bæta og byggja upp íþróttaaðstöðuna í bænum og þaðí góðu samstarfi við íþróttafélögin. Við ætlum að greina þarfir og móta stefnu til næstu ára er varðar uppbyggingu og viðhald innviða. Við ætlum  að ráðast í byggingu á nýjum keppnisvelli hjá HK í Kórnum og tryggja uppbyggingu á nýjum æfingavelli hjá Breiðablik við Fífuna ásamt því að uppfæra lýsingu á Kópavogsvelli í takt við alþjóðlega staðla. Við viljum bæta aðstöðu fyrir félagsmenn Gerplu og efla en frekari samstarf við GKG‚varðandi framtíðaruppbyggingu á því svæði.

Virkni og vellíðan eldri borgaranna okkar

Það er jákvæð þróun að íþróttaiðkun er sífellt að aukast hjá eldra fólki. Við viljum útvíkka verkefnið Virkni og vellíðan til muna og fjölga möguleikum fyrir þann hóp til íþróttaiðkunar undir leiðsögn faglærðra leiðbeinenda. Margt hefur áunnist á kjörtímabilinu en við getum alltaf gert betur. Við stöndum frammi fyrir áskorunum og við ætlum að tryggja að Kópavogur verði áfram besti bærinn til að búa í fyrir unga sem aldna.

Ég hvet alla Kópavogsbúa til að kynna sér okkar stefnu vel og fara yfir listann með 100 loforðum sem við ætlum að koma í verk á kjörtímabilinu. Við höfum skýra framtíðarsýn og ætlum við að fylgja henni vel eftir.

EfnisorðefstHanna CarlaKosningar 2022sjálfstæðisflokkurinn
Aðsent
11/05/2022
ritstjorn

EfnisorðefstHanna CarlaKosningar 2022sjálfstæðisflokkurinn

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Forræðishyggja í 100 skrefum

    Allir flokkar sem bjóða fram þann 14. maí vilja gera vel fyrir samfélagið. Það bera auglýsingar þeirra...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Látum skynsemina ráða

    Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

    Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir:  „Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Veljum Kópavog fyrir okkur öll

    Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Þess vegna bjóðum við okkur fram

    Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Ég á mér draum

    Mig dreymir um að geta gengið útí búð á Kársnesinu. Hitt fólk á leiðinni, ekki bara sjá...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skiptir reynsla máli?

    Í Kópavogi ólst ég upp og hef alið upp mín börn. Fæðingarár mitt 1974 voru íbúar rúmlega...

    ritstjorn 11/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi Egill sækist eftir 2.-.3- sæti í prókjöri Sjálfstæðisflokksins
    Aðsent10/03/2022
  • Gerum gott samfélag enn betra
    Aðsent10/03/2022
  • Kæri bæjarbúi
    Aðsent10/03/2022
  • Útibú Landsbankans í Hamraborg 30 ára
    Fréttir10/03/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.