Aftur brotist inn hjá Mæðrarstyrksnefnd

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem brotist er inn hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborg.

Aðfaranótt mánudags var brotist inn hjá Mæðrarstyrksnefnd í Fannborg. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem brotist er inn í húsnæði nefndarinnar. Síðast var þónokkuð af peningum stolið og matarmiðum. Eftir það innbrot hefur verklagi hjá Mæðrarstyrksnefnd verið brett þannig að aldrei er neitt fémætt geymt í húsnæðinu. Þjófurinn – eða þjófarnir – gripu því í tómt.

„Ég kom í gær eins og venjulega á mánudögum til að pakka brauði og leit inn á skrifstofu. Þar var allt út um allt. Búið var að taka úr öllum skápum og fara í skúffur, brjóta upp glugga á skrifstofunni og fara inn um hliðahurð. Við lærðum á síðasta innbroti að geyma ekkert fémætt hjá okkur svo engu var stolið. En aðkoman var ekki góð,“ segir Anna Kristinsdóttir, formaður Mæðrarstyrksnefndar Kópavogs.

Nefndin hefur starfað um árabil í Kópavogi og segjast Mæðrarstyrksnefndarkonur ekkert að vera að fara úr Fannborgini þrátt fyrir tíð innbrot að undanförnu. „Það er greinilega mjög veikt fólk sem gerir svona lagað sem fær vonandi hjálp,“ varð einum viðmælenda okkar að orði.

Styrktarreikningur Mæðrarstyrksnefndar í Kópavogi er:

Kt.  500197-2349
Banki 0536- 26- 403774

 

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn