Aftur brotist inn hjá Mæðrarstyrksnefnd

Biðröðin hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborginni er alltaf að lengjast. Brotist var inn hjá Mæðrastyrksnefndinni í vikunni og er lögreglan með málið í rannsókn.
Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem brotist er inn hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborg.

Aðfaranótt mánudags var brotist inn hjá Mæðrarstyrksnefnd í Fannborg. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem brotist er inn í húsnæði nefndarinnar. Síðast var þónokkuð af peningum stolið og matarmiðum. Eftir það innbrot hefur verklagi hjá Mæðrarstyrksnefnd verið brett þannig að aldrei er neitt fémætt geymt í húsnæðinu. Þjófurinn – eða þjófarnir – gripu því í tómt.

„Ég kom í gær eins og venjulega á mánudögum til að pakka brauði og leit inn á skrifstofu. Þar var allt út um allt. Búið var að taka úr öllum skápum og fara í skúffur, brjóta upp glugga á skrifstofunni og fara inn um hliðahurð. Við lærðum á síðasta innbroti að geyma ekkert fémætt hjá okkur svo engu var stolið. En aðkoman var ekki góð,“ segir Anna Kristinsdóttir, formaður Mæðrarstyrksnefndar Kópavogs.

Nefndin hefur starfað um árabil í Kópavogi og segjast Mæðrarstyrksnefndarkonur ekkert að vera að fara úr Fannborgini þrátt fyrir tíð innbrot að undanförnu. „Það er greinilega mjög veikt fólk sem gerir svona lagað sem fær vonandi hjálp,“ varð einum viðmælenda okkar að orði.

Styrktarreikningur Mæðrarstyrksnefndar í Kópavogi er:

Kt.  500197-2349
Banki 0536- 26- 403774

 

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar