Aftur í útboð? Tilboð Gym heilsu metið ógilt og World Class uppfyllir ekki kröfur.

Niðurstaða umhverfissviðs við yfirferð tilboða í útleigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar Kópavogs var lögð fram á fundi bæjarráðs Kópavogs í vikunni. Eins og kunnugt er bárust tvö tilboð í útboðinu.

Tilboð Gym heilsu hf var metið ógilt við yfirferð umhverfisráðs, að því er fram kemur í fundargerð bæjarráðs og er það ekki rökstutt þar frekar. Tilboð Lauga ehf. uppfyllti ekki kröfur útboðsgagna um ársreikninga um að með tilboði skuli leggja fram ársreikninga félagsins fyrir árin 2012 og 2013, yfirfarna og endurskoðaða af endurskoðanda.

Deildarstjóri framkvæmdadeildar Kópavogs leggur til að tilboði Lauga ehf. verði hafnað og að útleiga á líkamsræktarstöðvum við sundlaugar í Kópavogi verði boðin út að nýju. Tillagan verður lögð fyrir framkvæmdaráð á næsta fundi þess, að því er fram kemur í fundargerð bæjarráðs.

2013-07-24-1141
Deildarstjóri framkvæmdadeildar Kópavogs leggur til að tilboði Lauga ehf. verði hafnað og að útleiga á líkamsræktarstöðvum við sundlaugar í Kópavogi verði boðin út að nýju.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér