Aftur í útboð? Tilboð Gym heilsu metið ógilt og World Class uppfyllir ekki kröfur.

Niðurstaða umhverfissviðs við yfirferð tilboða í útleigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar Kópavogs var lögð fram á fundi bæjarráðs Kópavogs í vikunni. Eins og kunnugt er bárust tvö tilboð í útboðinu.

Tilboð Gym heilsu hf var metið ógilt við yfirferð umhverfisráðs, að því er fram kemur í fundargerð bæjarráðs og er það ekki rökstutt þar frekar. Tilboð Lauga ehf. uppfyllti ekki kröfur útboðsgagna um ársreikninga um að með tilboði skuli leggja fram ársreikninga félagsins fyrir árin 2012 og 2013, yfirfarna og endurskoðaða af endurskoðanda.

Deildarstjóri framkvæmdadeildar Kópavogs leggur til að tilboði Lauga ehf. verði hafnað og að útleiga á líkamsræktarstöðvum við sundlaugar í Kópavogi verði boðin út að nýju. Tillagan verður lögð fyrir framkvæmdaráð á næsta fundi þess, að því er fram kemur í fundargerð bæjarráðs.

2013-07-24-1141
Deildarstjóri framkvæmdadeildar Kópavogs leggur til að tilboði Lauga ehf. verði hafnað og að útleiga á líkamsræktarstöðvum við sundlaugar í Kópavogi verði boðin út að nýju.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð