Ágreiningur um kostnað og orðalag tillögu vegna eldvarna í bílakjallara Hamraborgar

Bílakjallarinn í Hamraborg.

Allt virðist upp í loft í samskiptum Kópavogsbæjar og Hamraborgarráðs vegna eldvarnarkerfis í bílakjallara Hamraborgar. Kópavogsbær á 18% í bílakjallaranum á móti 82% eignarhluta eigenda Hamraborgar 14-38. Enginn ágreiningur er um að þörf sé á að endurnýja eldvarnarkerfið, enda hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins boðað að bílakjallaranum verði lokað ef ekkert verði að gert. Slíkt myndi hafa veruleg óþægindi í för með sér fyrir íbúa og fyrirtæki í Hamraborg sem reiða sig á vöruflutninga um bílakjallarann. Ágreiningur á milli Kópavogsbæjar og Hamraborgarráðs virðist hins vegar vera um heildarupphæð vegna framkvæmdanna og orðalag tillögu sem á að samþykkja. Bæjaryfirvöld hafa lagt til að heildarkostnaður fari ekki fram yfir 30 milljónir króna og hafa samþykkt að greiða 55% kostnaðar enda sé kjallarinn opinn almenningi frá klukkan 7 til 19. Breytingartillaga var lögð fram á fundi Hamraborgarráðsins þann 27. nóvember sem var samþykkt. Í henni var gerð nákvæm grein fyrir um hvaða verktaka væri að ræða og tilboðsupphæð. Íbúar samþykktu tilboð frá AH pípulögnum ehf í verkið. Bæjarráð Kópavogs hafði þá einnig samþykkt að fela þeim sama verktaka að vinna verkið. Lægsta tilboð í eftirlit með verkinu, sem bærinn aflaði, kom frá Mannvit og var það einnig samþykkt á fundi íbúanna. Alls hljómaði kostnaður upp á 24,3 miljón krónur eða 5,7 milljónum lægra en þær 30 milljónir sem Kópavogsbær fór fram á að yrðu samþykktar. „Engar skýringar eru gefnar á þessum mun en fyrir liggur álit sérfræðings í brunaúðakerfum og frá verktakanum sjálfum að lítil sem engin óvissa sé með þetta verk sem kalli á aukin útgjöld,“ segja íbúar í Hamraborg sem voru á fundinum í samtali við Kópavogsblaðið. „Helsta ástæðan fyrir óánægju fulltrúa bæjarins með að breytingartillagan var samþykkt virðist vera sú að opin og óljós tillaga upp á 30 milljón króna heimild til bæjarins var ekki samþykkt orðrétt. Samskiptin við bæjaryfirvöld í þessu máli eru með hreinum ólíkindum og fyrir neðan allar hellur. Það er verið er að koma fram við okkur eins og við séum óvita börn,“ segja reiðir íbúar í Hamraborg sem vilja að bærinn komi sér strax að verki við að láta setja upp nýsamþykkt vatnsúðakerfi og að fulltrúar bæjarins láti svo alfarið af yfirgangi, hroka og hótunum við íbúana, eins og þeir orða það. Samkvæmt upplýsingum innan úr stjórnkerfi bæjarins er ljóst að slökkvilið muni loka bílakjallaranum í janúar ef stjórn Hamraborgarráðs staðfesti ekki upprunalegu tillögu bæjarins og orðalag hennar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem