Áhersla á málefni eldri borgara

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Vel er hugað að málefnum eldri borgara í nýsamþykktri fjárhagsáætlun Kópavogs. Af ýmsu er að taka en hér ætla ég að nefna helstu þætti sem koma þessum mikilvæga hópi til góða.

Fyrst skal nefna skattalækkun. Almennt lækkar fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Kópavogi úr 0,255 í 0,23%. Tekjuviðmið til afsláttar hækkar verulega miðað við í fyrra. Sem dæmi þá fá einstaklingar úr hópi eldri borgara sem eru með heildarárstekjur allt að 4,5 milljónir eða hjón með 5,75 milljónir 100% afslátt af fasteignaskatti. Í fyrra voru viðmiðin fyrir 100% afslátt 3,232 milljónir fyrir einstaklinga en 4,459 fyrir hjón.  Afslátturinn er þrepaskiptur sem fyrr, 25% afslátt fá einstaklingar sem eru með allt að 4,725 milljónir í heildartekjur eða hjón með 6,650 milljónir í heildartekjur.

Þá er breyting sem kemur mörgum til góða að matur til eldri borgara lækkar um 20%, fer í 810 kr. úr 1.010 kr.

Við aukum þjónustu við eldri borgara með ýmsum hætti. Fjölgað verður um tvö stöðugildi í heimaþjónustunni, annars vegar bætist við iðjuþjálfi í fullt starf og hins vegar ófaglærður starfsmaður í fullt starf. Í þjónustudeild aldraðra er verið að taka í gagnið heimaþjónustukerfið CareOn  en með því verður mun auðveldara að halda utan um þjónustuna og tryggja að breytingar komist fljótt og vel til skila hverju sinni, bæði til þjónustuþega sem og starfsmanna. Með upptöku CareOn kerfisins munu því öryggi og gæði þjónustunnar aukast.

Kópavogsbær tekur á næsta ári við rekstri sundlaugar í Boðaþingi en síðustu 4 árin hefur laugin verið rekin af Hrafnistu/Das. Með því að nýta laugina undir skólasund mun létta á Salalaug, öllum sundiðkendum til góða. Eldri borgarar fá sem fyrr frítt í sund og verða vonandi sem fyrr duglegir við að notfæra sér okkar góðu laugar.

Þess má geta að margvísleg stefnur og verkefni sem unnið er að hjá Kópavogsbæ um þessar mundir koma eldri borgurum til góða. Í nýsamþykktri lýðheilsustefnu er áhersla á verkefni sem bæta líðan og heilsu og þá er unnið að samgöngustefnu þar sem meðal annars er fjallað um stíga, umferðaröryggi og almenningssamgöngur.

Síðast en ekki síst þá ber þess að geta að Öldungaráð Kópavogs hefur tekið til starfa en til þess var stofnað á þessu ári. Ég hlakka til gjöfuls samstarfs við ráðið.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér