Föstudaginn næstkomandi, 6. febrúar, verður haldið upp á Safnanótt í Héraðsskjalasafni Kópavogs milli kl. 19:00 og 24:00.
Þar verður opnuð sögusýning í tilefni af afmæli Kópavogs en í vor verða liðin 60 ár frá því að Kópavogshreppur varð kaupstaður.
Einnig mun Sögufélagið standa að ljósmyndasýningu sem mun renna á tjaldi reglulega allt kvöldið og hefst hún á heila og hálfa tímanum.