Áhyggjur af lífinu

Margrét Tryggvadóttir skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í SV kjördæmi.
Margrét Tryggvadóttir skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í SV kjördæmi.

Síðustu vikur hef ég farið á milli skóla, funda og mannfagnaða eins og hver annar mormóni að boða jafnaðarstefnuna. Ég hef staðið fyrir utan stórmarkaði, lent á hraðstefnumótum, í pallborðum og púltum og allsstaðar þurft að meitla orð mín og reyna að koma sem mestu að á ótrúlega fáum sekúndum. Norðurlöndin hefur borið á góma – enda augljóst dæmi um hvar jafnaðarstefnan hefur mótað samfélagið hvað mest með þeim árangri að þau eru þau lönd sem skora hæst í öllum alþjóðlegum samanburði. Þar er jafnrétti mest, almenn velsæld líka, svo og hagvöxtur og best að ala upp börn. Frelsi til athafna er samt ríkjandi og hvergi er t.d. auðveldara að stofna fyrirtæki en í Danmörku. Flestir Íslendingar eru jafnaðarmenn í hjarta sínu en það er sorglegt hve ójöfnuður hefur aukist hér á landi, því verðum við að breyta.

Ég hef líka talað um kerfin okkar og hvernig við þurfum að styrkja þau. Þegar eitthvað hendir; veikindi, atvinnumissir, barneignir eða við þurfum að flytja að heiman, á velferðarkerfið að standa með okkur. Við eigum ekki að þurfa að ganga á milli stofnana í leit að aðstoð og þurfa að sanna mál okkar. Við eigum að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Og það á ekki að vera neitt öðruvísi að veikjast af þunglyndi en flensu. Sálfræðingar eiga að vera hluti af opinberri heilbrigðisþjónustu. Það er ekki bara miklu betra fyrir einstakling að geta reitt sig á samfélagið þegar eitthvað bjátar á – það er líka svo miklu betra fyrir samfélagið að fólkið fái aðstoð strax og komist fyrr upp úr vanlíðan og veikindum. Og þegar við viljum halda út í heiminn og standa á eigin fótum á að vera hægt að búa sér heimili án þess að vinna í happdrætti. Við eigum nefnilega ekki að þurfa að hafa áhyggjur af lífinu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

tunnerl
Rennsli-13-3-IMG_8548
Menningartorfa!
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
SAMKÓR – mynd 2014
Sundlaug og spa í Kórnum
fannborg
Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Bergur