„Þetta eru drullusokkar.“

Breiðablik mætir á morgun Aktobe frá Kasakstan í seinni leiknum í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar á Laugardalsvelli, klukkan 20. Fyrri leik liðanna í Kasakstan lyktaði með sigri Aktobe 1:0 eftir vægast sagt vafasama vítaspyrnu sem dæmd var á Breiðablik á síðustu mínútu leiksins. Bragi Brynjarsson, eldheitur stuðningsmaður Breiðabliks, hefur mjög ákveðnar skoðanir á liði Aktobe.

Bragi Brynjarsson vandar liðinu Aktobe frá Kasakstan ekki kveðjurnar og hvetur til samstöðu gegn þeim annað kvöld.
Bragi Brynjarsson vandar liðinu Aktobe frá Kasakstan ekki kveðjurnar og hvetur til samstöðu gegn þeim annað kvöld.

„Þetta eru drullusokkar. Þeir nota „dirty tricks“ út um allan völl og láta sig detta og reyna pirra andstæðinginn. Það er í gangi núna kæra gegn þessu liði. Þeir mættu áður norsku liði en yfirvöld í Kasakstan neituðu tveimur bestu leikmönnum þess um vegabréfsáritun til landsins svo þeir gátu ekki tekið þátt í leiknum. Þetta er allt svona. Svo vildu þeir ekki spila leikinn gegn okkur á Kópavogsvellinum heldur frekar á Laugardalsvelli. Til samanburðar leika FH-ingar í Kaplakrika gegn andstæðingum sínum frá Vín, það var bara ekkert mál. Þessir gaurar frá Kasakstan eru allt öðruvísi og langt frá því að vera heiðarlegir.“

-En er ekki allt í lagi að spila á Laugardalsvellinum?

„Jújú, ekkert mál með það. Þeir eru bara að búa til vesen. Heimta flóðljós og eitthvað svona rugl. Skiptir engu máli þó leikurinn fari hér fram í miðnætursól og að leikurinn verður sýndur í beinni í Kasakstan – en þá verður klukkan 1 um nótt. Þetta er sálfræðistríð og þeir svifast einskis.“

-Það er mikið í húfi?

„Já, þetta er mjög mikilvægur leikur – ef ekki einn sá mikilvægasti í sögu Breiðabliks. Ég vil hvetja alla Kópavogsbúa – og í raun alla unnendur knattspyrnu á Íslandi – til að fjölmenna á Laugardalsvöllinn annað kvöld og hvetja Blikana áfram. Sýnum þessum Kasakstönum hvar Davíð keypti ölið,“ segir Bragi Brynjarsson, eldheitur stuðningsmaður Breiðabliks.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér