Allir velkomnir í skokkhóp Breiðabliks

Skokkað og hlaupið í Kópavogi. 

Spengilegur hlaupahópur Breiðabliks hefur verið duglegur að hlaupa um Kópavog í öllum veðrum undanfarið. Nú hafa æfingar hópsins verið sameinaðar með æfingum skokkhóp sem heitir því skemmtiega nafni: „Bíddu aðeins.“ Byrjendur sem lengra komnir æfa saman enda eru allir jafnir í hópnum. Mælt er með að byrjendur sem og lengra komnir sláist í för með ótal duglegum og skemmtilegum skokkurum sem hlaupa sér til ánægju og heilsubótar í Kópavoginum.

Hressir skokkarar við Sundlaug Kópavogs á dögunum.
Hressir skokkarar við Sundlaug Kópavogs á dögunum.


Í hópnum eru góð dæmi um fólk sem hefur sýnt það í verki að hægt er að vinna á alls kyns vandamálum og kvillum sem fylgja oft hreyfingarleysi. Viltu styrkjast, viltu léttast, viltu þyngjast, viltu laga blóðþrýsing, auka hreyfigetu, bæta úr stirðleika, bæta hlaupagetu, huga að heilsunni eða bara komast í góðan félagsskap? Þá eru skokk og hlaup góð heilsuefling og skemmtun.

Hópurinn hittist oftast við sundlaug Kópavogs og skokkar allt frá 3km og yfir 30km. Nýliðar fá góðar móttökur og er ekki síður sinnt heldur en hröðum hlaupurum. Nýliðum er fylgt af stað og leiddir í gegnum byrjunarferlið svo enginn gefist upp með því að ofreyna sig. Þjálfarinn stillir upp æfingum, æfingaprógrömum sem oft innihald sund og létt hjól með hlaupaæfingum til að minnka álag á liðamót.

Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30 og á laugardögum kl 9:00, en sumir leggja af stað kl. 10. Einnig er frjálst að mæta með hópnum á fimmtudögum kl. 17:30 og á aukaæfingar í Frjálsíþróttahöllinni Laugardal á mánudögum og miðvikudögum kl. 20:00. Þessi aðstaða nýtist vel þegar veður og ófærð er að trufla hlaupaæfingar.

Bliki1 Bliki4 Bliki2

Hægt er að fylgjast með á Facebook-síðum hópanna með því að skrá sig hér:
https://www.facebook.com/groups/506591782740439/
https://www.facebook.com/groups/10150114207020444/

Markmið einstaklinga eru alls konar, allt frá því að geta notið þess að skokka stuttar eða langar vegalengdir upp í að taka þátt í götuhlaupum og keppast við tíma í 5km, 10km, maraþoni, fjallahlaupum eða öðru.

Ekki er mælt með neinum öfgum í æfingum, né mataræði. Með skynsamlegum æfingum og skynsemi í næringu þá kemur árangur að sjálfu sér, hvort sem markmiðin séu að bæta hlaupagetu, styrkja sig, létta eða skemmta.

Kópavogur er með góðar hlaupaleiðir, góða göngustíga og utanvegastíga í Heiðmörk. Margar skemmtilegar hlaupaleiðir eru í Kópavogi, enda hleypur hópurinn um allt svæðið, allt frá Kársnesi og upp í Heiðmörk. Það eru allir velkomnir í hlaupahóp Breiðabliks.

Ívar Jósafatsson, hlaupagarpur.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,