Allt á fullu í unglingavinnunni.

Það er varla til það beð á opnu svæði í Kópavogi sem unglingar á vegum Vinnuskóla Kópavogs láta sig ekki varða.  Nú er allt komið á fullt við að hirða skólalóðir, opin svæði og göngustíga.  Um 65 hópar ásamt flokkstjórum láta hendur standa fram úr ermum út um allan bæ.  Oft eru þetta fyrstu kynni unglinga að launaðri vinnu og réttindum sínum á vinnumarkaði.  Að sögn Sigurðar Grétars Ólafssonar, forstöðumanns, er Vinnuskóli Kópavogs sá fyrsti á landinu til að setja laun unginga sem hlutfall af lágmarkslaunum og fylgja launaþróun í landinu.  „Þetta var eitthvað sem var samþykkt einróma í bæjarstjórn á sínum og tíma og var mikið framfaraskref.  Vinna unglingana er ekki síður mikilvæg en þeirra fullorðnu,“ segir Sigurður Grétar og bætir því við að ekki er of seint að skrá sig fyrir þá sem verða 14 – 17 ára á árinu.  Það er gert á síðunni:  http://vinnuskoli.wordpress.com/

Það voru fáir að slóra og næla sér í blund þegar við kíktum á hópana að störfum í Snælandinu á dögunum. Allir á fullu og með hrífurnar á lofti.

Vinnuhópurinn Hrífan í Snælandinu.
Vinnuhópurinn Hrífan í Snælandinu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér