Allt á fullu í unglingavinnunni.

Það er varla til það beð á opnu svæði í Kópavogi sem unglingar á vegum Vinnuskóla Kópavogs láta sig ekki varða.  Nú er allt komið á fullt við að hirða skólalóðir, opin svæði og göngustíga.  Um 65 hópar ásamt flokkstjórum láta hendur standa fram úr ermum út um allan bæ.  Oft eru þetta fyrstu kynni unglinga að launaðri vinnu og réttindum sínum á vinnumarkaði.  Að sögn Sigurðar Grétars Ólafssonar, forstöðumanns, er Vinnuskóli Kópavogs sá fyrsti á landinu til að setja laun unginga sem hlutfall af lágmarkslaunum og fylgja launaþróun í landinu.  „Þetta var eitthvað sem var samþykkt einróma í bæjarstjórn á sínum og tíma og var mikið framfaraskref.  Vinna unglingana er ekki síður mikilvæg en þeirra fullorðnu,“ segir Sigurður Grétar og bætir því við að ekki er of seint að skrá sig fyrir þá sem verða 14 – 17 ára á árinu.  Það er gert á síðunni:  http://vinnuskoli.wordpress.com/

Það voru fáir að slóra og næla sér í blund þegar við kíktum á hópana að störfum í Snælandinu á dögunum. Allir á fullu og með hrífurnar á lofti.

Vinnuhópurinn Hrífan í Snælandinu.
Vinnuhópurinn Hrífan í Snælandinu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn