Allt á fullu í unglingavinnunni.

Það er varla til það beð á opnu svæði í Kópavogi sem unglingar á vegum Vinnuskóla Kópavogs láta sig ekki varða.  Nú er allt komið á fullt við að hirða skólalóðir, opin svæði og göngustíga.  Um 65 hópar ásamt flokkstjórum láta hendur standa fram úr ermum út um allan bæ.  Oft eru þetta fyrstu kynni unglinga að launaðri vinnu og réttindum sínum á vinnumarkaði.  Að sögn Sigurðar Grétars Ólafssonar, forstöðumanns, er Vinnuskóli Kópavogs sá fyrsti á landinu til að setja laun unginga sem hlutfall af lágmarkslaunum og fylgja launaþróun í landinu.  „Þetta var eitthvað sem var samþykkt einróma í bæjarstjórn á sínum og tíma og var mikið framfaraskref.  Vinna unglingana er ekki síður mikilvæg en þeirra fullorðnu,“ segir Sigurður Grétar og bætir því við að ekki er of seint að skrá sig fyrir þá sem verða 14 – 17 ára á árinu.  Það er gert á síðunni:  http://vinnuskoli.wordpress.com/

Það voru fáir að slóra og næla sér í blund þegar við kíktum á hópana að störfum í Snælandinu á dögunum. Allir á fullu og með hrífurnar á lofti.

Vinnuhópurinn Hrífan í Snælandinu.
Vinnuhópurinn Hrífan í Snælandinu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem