Allt sem tengist tilveru mannsins á nýjum stað

Frá afhendingu viðurkenningar jafnrétt-s og mannréttindaráðs nýverið. Lísa Z. Valdirmarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, Soumia I Georgsdóttir, ráðgjafi, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og Ragnheiður Bóasdóttir, formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs.

Fyrir skömmu var látlaus athöfn á Bókasafni Kópavogs þar sem brosandi konu var afhent viðurkenningarskjal. Athöfnin var haldin til að fagna mikilvægu starfi sem skilur eftir sig djúp spor. Þarna var verið að veita Soumiu I Georgsdóttur viðurkenningu jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs fyrir ráðgjöf sem hún veitir vikulega á Bókasafni Kópavogs. Soumia er fædd í Marokkó en hefur búið á Íslandi síðastliðin 18 ár. Hún talar íslensku, arabísku, ensku og frönsku og getur því liðsinnt mörgum sem búsettir eru í samfélaginu en hafa samt ekki náð fullum tökum á tungumálinu. „Soumia hafði samband við okkur og bauðst til þess að vera með þessa ráðgjöf,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs. „Ég varð mjög þakklát fyrir það, því við erum alltaf glöð þegar fólk úr samfélaginu kýs að nýta aðstöðuna hjá okkur fyrir verkefni eins og þetta. Soumia hefur verið frábær liðsauki og við finnum það vel að það er mikil þörf á ráðgjöfinni sem hún veitir.“ Lísa segir að ráðgjöfin sé mjög fjölbreytt. Stundum þarf fólk að fá upplýsingar um réttindi sín, aðrir vilja hjálp við samskipti við ýmsar stofnanir eða fjármálaráðgjöf. Þegar ráðgjöf Soumiu hafði verið í boði í nokkra mánuði var ákveðið að útvíkka verkefnið enn frekar og finna ráðgjafa sem gæti liðsinnt pólskumælandi íbúum. Donata H. Bukowska, grunnskólakennari, er ráðgjafi í málefnum barna af erlendum uppruna í grunnskólum Kópavogs og býður nú upp á vikulega viðtalstíma. „Ég tala íslensku, ensku og pólsku. Þó að ég hvetji Pólverja sérstaklega til þess að koma eru aðrir því líka velkomnir, ef þeir komast ekki þegar Soumia er með sína viðtalstíma.“ Hún segist sérhæfð í málefnum barna og foreldra. „En ég get hjálpað til með allt sem tengist tilveru mannsins á nýjum stað. Ég veit auðvitað ekki allt, en ef ég veit ekki svarið get ég fundið einhvern sem veit það.“

Ráðgjöfin

Ráðgjöf Soumiu (á íslensku, arabísku, ensku og frönsku): Alla þriðjudaga kl. 13-16.
Ráðgjöf Donötu (á íslensku, ensku og pólsku): Alla föstudaga kl. 10-14:30
Ráðgjöfin fer fram á 2. hæð aðalsafns Bókasafns Kópavogs. Ekki þarf að panta tíma fyrirfram, tímarnir eru ókeypis og fullum trúnaði er heitið

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Margrét Friðriksdóttir, forseti  Bæjarstjórnar Kópavogs og formaður Skólanefndar Kópavogs
Flóttafólk í Kópavogi.
Herbert 1_0003
Kópavogur
molinn
Lestrarganga í Kópavogi
Kopavogsbladid_060923
Ferðamannavagn_samstarfsaðilar
SigvaldiEgill