Allt stefnir í að verkfall hefjist hjá starfsmönnum Kópavogsbæjar. Viðræðum slitið.

Fundi samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem fer með samningsumboð Kópavogsbæjar, og samninganefndar Starfsmannafélags Kópavogs hjá Ríkissáttarsemjara var slitið eftir árangurslausar viðræður í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Ástæða viðræðuslita er ófrávíkjanleg krafa Starfsmannafélags Kópavogs (SfK) um að sérákvæði um háskólamenntaða félagsmenn Starfsmannafélagsins verði áfram hluti af kjarasamning Starfsmannafélags Kópavogs við Kópavogsbæ. Á það fellst Kópavogsbær ekki.

Í sérákvæðinu, svonefndri háskólabókun, felst að háskólamenntaðir starfsmenn innan SfK fái laun samkvæmt kjarasamningum háskólamanna. Þetta sérákvæði er þannig brot á þeirri meginreglu á vinnumarkaði að félagsmenn stéttarfélaga greiði fyrir hagsmunagæslu  til stéttarfélags síns og felur þannig í sér ójafnræði gagnvart stéttarfélögum. Ekki er að finna sambærilegt ákvæði í neinum öðrum kjarasamningi á landinu.  Ákvæðið varðar tæplega 20 af um 800 félagsmönnum SfK.

Kópavogsbær hvetur Starfsmannafélag Kópavogs til þess að undirrita sama kjarasamning og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur samið um við önnur bæjarstarfsmannafélög. Í þeim samningi er félagsmönnum tryggð allt að níu prósenta launahækkun.

Að öllu óbreyttu hefst verkfall starfsmanna Kópavogsbæjar sem eru í Starfsmannafélagi Kópavogs á mánudag klukkan 06.00. Upplýsingar um áhrif verkfallsins á þjónustu bæjarins verða settar inn á vef bæjarins fyrir helgi auk þess sem forstöðumenn stofnana, skólastjórar, leikskólastjórar og aðrir, senda viðkomandi tölvupóst um áhrif verkfallsins.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn