Allt stefnir í að verkfall hefjist hjá starfsmönnum Kópavogsbæjar. Viðræðum slitið.

Fundi samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem fer með samningsumboð Kópavogsbæjar, og samninganefndar Starfsmannafélags Kópavogs hjá Ríkissáttarsemjara var slitið eftir árangurslausar viðræður í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Ástæða viðræðuslita er ófrávíkjanleg krafa Starfsmannafélags Kópavogs (SfK) um að sérákvæði um háskólamenntaða félagsmenn Starfsmannafélagsins verði áfram hluti af kjarasamning Starfsmannafélags Kópavogs við Kópavogsbæ. Á það fellst Kópavogsbær ekki.

Í sérákvæðinu, svonefndri háskólabókun, felst að háskólamenntaðir starfsmenn innan SfK fái laun samkvæmt kjarasamningum háskólamanna. Þetta sérákvæði er þannig brot á þeirri meginreglu á vinnumarkaði að félagsmenn stéttarfélaga greiði fyrir hagsmunagæslu  til stéttarfélags síns og felur þannig í sér ójafnræði gagnvart stéttarfélögum. Ekki er að finna sambærilegt ákvæði í neinum öðrum kjarasamningi á landinu.  Ákvæðið varðar tæplega 20 af um 800 félagsmönnum SfK.

Kópavogsbær hvetur Starfsmannafélag Kópavogs til þess að undirrita sama kjarasamning og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur samið um við önnur bæjarstarfsmannafélög. Í þeim samningi er félagsmönnum tryggð allt að níu prósenta launahækkun.

Að öllu óbreyttu hefst verkfall starfsmanna Kópavogsbæjar sem eru í Starfsmannafélagi Kópavogs á mánudag klukkan 06.00. Upplýsingar um áhrif verkfallsins á þjónustu bæjarins verða settar inn á vef bæjarins fyrir helgi auk þess sem forstöðumenn stofnana, skólastjórar, leikskólastjórar og aðrir, senda viðkomandi tölvupóst um áhrif verkfallsins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að