Allt upp í loft hjá Pírötum

Ný Facebook síða Pírata í Kópavogi heitir nú: „Dögun og sjóræningjarnir í Kópavogi.“ Svo virðist sem að hluti Pírata vilji renna saman við Dögun og bjóða fram sameiginlega í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningarnar í lok þessa mánaðar.

dogunpiratar

Stjórn Pírata sagði af sér í kjölfar mikillar óánægju með niðurstöðu prófkjörs, að því er fram kemur í tilkynningu.  Erfitt er að greina atburðarrásina en svo virðist sem að hluti stjórnarmanna hafi viljað ganga til liðs við Dögun en jafnframt sitja í stjórn Pírata. En svo ákvað hún að segja af sér, eftir hitaumræður í Hamraborginni þar sem Píratar hafa haft aðstöðu í húsnæði gamla Búnaðarbankans.

Þá var fundarmönnum vikið úr húsnæðinu og sagt að þar eigi nú að vera kosningamiðstöð annars framboðs, að því er rúv greinir frá.

Fundarmenn fóru þá yfir í næsta hús,  á Cafe Catalína, og kaus nýja stjórn til bráðabirgða. Hana skipa Ingólfur Árni Gunnarsson, Einar Páll Gunnarsson, Auður Eiríksdóttir, Gunnar Þór Snorrason og Birgir Örn Einarsson.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Mynd: Stefanía Björk Jónsdóttir.
Vatnsendabræður
Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir
Menningarstyrkir2017
Vallargerdi_Karsnesskoli-1
Bjarni Sigurbjörnsson
Kopavogsskoli
WP_20140717_20_49_15_Pro
Digirehab_1