Allt upp í loft hjá Pírötum

Ný Facebook síða Pírata í Kópavogi heitir nú: „Dögun og sjóræningjarnir í Kópavogi.“ Svo virðist sem að hluti Pírata vilji renna saman við Dögun og bjóða fram sameiginlega í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningarnar í lok þessa mánaðar.

dogunpiratar

Stjórn Pírata sagði af sér í kjölfar mikillar óánægju með niðurstöðu prófkjörs, að því er fram kemur í tilkynningu.  Erfitt er að greina atburðarrásina en svo virðist sem að hluti stjórnarmanna hafi viljað ganga til liðs við Dögun en jafnframt sitja í stjórn Pírata. En svo ákvað hún að segja af sér, eftir hitaumræður í Hamraborginni þar sem Píratar hafa haft aðstöðu í húsnæði gamla Búnaðarbankans.

Þá var fundarmönnum vikið úr húsnæðinu og sagt að þar eigi nú að vera kosningamiðstöð annars framboðs, að því er rúv greinir frá.

Fundarmenn fóru þá yfir í næsta hús,  á Cafe Catalína, og kaus nýja stjórn til bráðabirgða. Hana skipa Ingólfur Árni Gunnarsson, Einar Páll Gunnarsson, Auður Eiríksdóttir, Gunnar Þór Snorrason og Birgir Örn Einarsson.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn