Allt upp í loft hjá Pírötum

Ný Facebook síða Pírata í Kópavogi heitir nú: „Dögun og sjóræningjarnir í Kópavogi.“ Svo virðist sem að hluti Pírata vilji renna saman við Dögun og bjóða fram sameiginlega í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningarnar í lok þessa mánaðar.

dogunpiratar

Stjórn Pírata sagði af sér í kjölfar mikillar óánægju með niðurstöðu prófkjörs, að því er fram kemur í tilkynningu.  Erfitt er að greina atburðarrásina en svo virðist sem að hluti stjórnarmanna hafi viljað ganga til liðs við Dögun en jafnframt sitja í stjórn Pírata. En svo ákvað hún að segja af sér, eftir hitaumræður í Hamraborginni þar sem Píratar hafa haft aðstöðu í húsnæði gamla Búnaðarbankans.

Þá var fundarmönnum vikið úr húsnæðinu og sagt að þar eigi nú að vera kosningamiðstöð annars framboðs, að því er rúv greinir frá.

Fundarmenn fóru þá yfir í næsta hús,  á Cafe Catalína, og kaus nýja stjórn til bráðabirgða. Hana skipa Ingólfur Árni Gunnarsson, Einar Páll Gunnarsson, Auður Eiríksdóttir, Gunnar Þór Snorrason og Birgir Örn Einarsson.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í