Allt upp í loft hjá Pírötum

Ný Facebook síða Pírata í Kópavogi heitir nú: „Dögun og sjóræningjarnir í Kópavogi.“ Svo virðist sem að hluti Pírata vilji renna saman við Dögun og bjóða fram sameiginlega í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningarnar í lok þessa mánaðar.

dogunpiratar

Stjórn Pírata sagði af sér í kjölfar mikillar óánægju með niðurstöðu prófkjörs, að því er fram kemur í tilkynningu.  Erfitt er að greina atburðarrásina en svo virðist sem að hluti stjórnarmanna hafi viljað ganga til liðs við Dögun en jafnframt sitja í stjórn Pírata. En svo ákvað hún að segja af sér, eftir hitaumræður í Hamraborginni þar sem Píratar hafa haft aðstöðu í húsnæði gamla Búnaðarbankans.

Þá var fundarmönnum vikið úr húsnæðinu og sagt að þar eigi nú að vera kosningamiðstöð annars framboðs, að því er rúv greinir frá.

Fundarmenn fóru þá yfir í næsta hús,  á Cafe Catalína, og kaus nýja stjórn til bráðabirgða. Hana skipa Ingólfur Árni Gunnarsson, Einar Páll Gunnarsson, Auður Eiríksdóttir, Gunnar Þór Snorrason og Birgir Örn Einarsson.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem