• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Alltaf sami gamli þorparinn

Alltaf sami gamli þorparinn
ritstjorn
12/09/2017

Bragi Halldórsson.

Ég er ekki beint hælisleitandi í Kópavogi en að minnsta kosti flóttamaður og nýbúi. Ég flúði sjávarpláss út á landi þar sem mér fannst ég eiga orðið litla samleið með fólkinu þar lengur og kom mér fyrir á Skólavörðuholti, sem er bara annað lítið þorp í raun. Þar vilja jú allir tvítugir búa í hringiðu skemmtanalífsins og ég ég var þannig þá. Ósköp venjulegur flóttamaður utan af landi, þyrstur í sollinn í Reykjavík.

En þar sem ég er þorpari, þorpari í þeirri merkingu að hafa alist upp í þorpi, þá fannst mér Stór-Reykjavíkursvæðið algerlega yfirþyrmandi og hélt mig eingöngu í göngufæri frá holtinu og var hreinræktuð Miðbæjarrotta. En svo liðu árin og sollinn missti glans sinn og félagarnir fluttust brott einn af öðrum með aldrinum. Börnin urðu tvö og sá eldri farinn að reka sig upp í rjáfrið í risherberginu sínu í litla timburhúsinu sem við bjuggum í. Húsið kölluðum við dúkkuhúsið, það var svo lítið. Svo ekki varð hjá því komist að fjölskyldan tæki sig upp og flytti búferlum.

Því var lagst yfir fasteignaauglýsingar. En eins og allir vita sem skoðað hafa fasteignir í miðbæ Reykjavíkur, þá er varla til þar húsnæði sem hentar fjögurra manna fjölskyldu. Nær allt húsnæði þar er þannig úr garði gert að íbúarnir verða að aðlaga sig húsnæðinu með kostum þess og göllum. Alskyns ranghölum, stigum, skúmaskotum og ólöglegri lofthæð í kjöllurum. Ekki er hægt að laga húsnæðið að þörfum íbúana svo auðveldlega nema með verulegum tilfæringum.

Ég er alger þverhaus, eins og allir vita sem mig þekkja, og vildi alls ekki flytja. Svo svar mitt við öllum hugmyndum um að flýja úr miðbænum var þvert nei. Innst inni vissi ég þó að húsnæðið sem hentaði okkur væri ekki til þar.

En hvernig skeði það þá að þorparinn ég flytti í Kópavoginn? Jú, konan mín þekkir sinn þverhaus svo hún lagði fyrir hann gildru. Ég ólst upp í fjörunni eins og flestir krakkar í sjávarplássum. Því hafði ég mikla þörf fyrir að sjá sjóinn helst alla daga. Svo án minnar vitundar fann hún hús í Kópavoginum en sagði ekkert heldur tók mig í bíltúr.

Strax á Miklubrautinni fór að fara um mig og þegar hún beygði inn Kringlumýrarbrautina var ég farinn að svitna. Ég sá Hamraborgina nálgast og tók í öryggisbeltið og hugsaði hvort ég ætti að kasta mér út úr bílnum á ferð. Þá beygði hún niður á Kársnesbraut, keyrði smá spöl og lagði bílnum þar. Orðið nei hljómaði hátt í höfði mér.

Á aðra hönd girðing sem ekkert sást yfir og á hina hönd hús sem gætu hafa verið í Hlíðunum en ég var búin að þvertaka fyrir að flytja þangað. Og hingað myndi ég aldrei flytja. Aldrei. En út úr bílnum samþykkti ég þó að fara og hún teymdi mig að gati á girðingunni. Og hvað blasti þá ekki við mér? Sjórinn! Svo benti hún á hús hálfhulið trjám „Þetta hús fann á netinu í nótt,“ sagði hún. „Ertu til í að skipta á gamla dúkkuhúsinu í Þingholti þar sem nota þarf skóhorn til að koma öllu fyrir og þessu húsi við sjóinn?“

Já, svona skeði það að ég varð innflytjandi í Kópavoginum og gerðist þar nýbúi. Ég flúði úr einu þorpi út á landi, í annað á miðju höfuðborgarsvæðinu og svo var ég eiginlega kominn í hring, því sjórinn togaði svo í mig.

Hér líður mér síðan svona fjandi vel að kanski maður bara endi á því að bera sín bein í Kópavoginum. Hver veit. En auðvitað er ég engin flóttamaður, ég tek bara svona til orða. Ég get þó alltaf hlustað á gjálfur öldunnar og horft út á sjóinn rétt eins og þegar ég var krakki og fleytti kerlingar í fjörunni. Kannski verð ég heldur aldrei alveg fullorðin í hjarta mínu. Alltaf sami gamli þorparinn.

Sólarlag við Fossvog.  Mynd: Bragi Halldórsson.

Efnisorðefst á baugifossvogurkársnesumræðan
Aðsent
12/09/2017
ritstjorn

Efnisorðefst á baugifossvogurkársnesumræðan

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.