Alþjóðlegt tennismót í Kópavogi

Bestar á Íslandi: Hjördís Rósa Guðmundsdóttir og Anna Soffía Grönholm.

Nítíu ungmenni, á aldrinum 11 – 16 ára, frá 19 löndum í Evrópu etja nú kappi á alþjóðlegu tennsmóti sem haldið er í Kópavogi. Mótið, sem ber heitið Icelandic Easter Open er haldið af Tennissambandi Íslands og Tennishöllinni og fer fram í Tennishöllinni í Kópavogi.

Ellefu íslenskir keppendur taka þátt og meðal þeirra eru Anna Soffía Grönholm sem er núverandi Íslandsmeistari kvenna innanhúss og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir sem er núverandi Íslandsmeistari kvenna utanhúss.

Bestar á Íslandi: Hjördís Rósa Guðmundsdóttir og Anna Soffía Grönholm.
Bestar á Íslandi: Hjördís Rósa Guðmundsdóttir og Anna Soffía Grönholm.

Í karlaflokki tekur Anton J. Magnússon þátt. Hann er nýkominn frá Tyrklandi þar sem hann hafnaði í öðru sæti á mótaröð þróunarmeistaramóts Evrópu fyrir 14 ára og yngri. Þessi frábæri árangur Antons skilaði honum inn í úrvalslið tennissambands Evrópu fyrir 14 ára og yngri, fyrstur Íslendinga. Hann mun ferðast með úrvalsliðinu í sumar og keppa á 4-5 stórmótum tennissambands Evrópu. Anton, sem er án efa einn efnilegasti tennisspilari Íslands, býr á Spáni og æfir þar af miklum krafti í „Ferrer Academy“ rétt fyrir utan Valencia. Ferrer Academy er rekinn af David Ferrer sem er sjötti besti tennisspilari heims og hefur verið í topp 10 síðustu ár.

Anton J. Magnússon þykir gríðarlegt efni og hefur náð langt í íþróttinni þrátt fyrir ungan aldur.
Anton J. Magnússon þykir gríðarlegt efni og hefur náð langt í íþróttinni þrátt fyrir ungan aldur.

 

Frá upphitun á Icelandic Easter open sem fram fer í Tennishöllinni í Kópavogi. um 150 erlendir gestir eru staddir í bænum vegna mótsins.
Frá upphitun á Icelandic Easter open sem fram fer í Tennishöllinni í Kópavogi. um 150 erlendir gestir eru staddir í bænum vegna mótsins.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að