Alþjóðlegt tennismót í Kópavogi

Nítíu ungmenni, á aldrinum 11 – 16 ára, frá 19 löndum í Evrópu etja nú kappi á alþjóðlegu tennsmóti sem haldið er í Kópavogi. Mótið, sem ber heitið Icelandic Easter Open er haldið af Tennissambandi Íslands og Tennishöllinni og fer fram í Tennishöllinni í Kópavogi.

Ellefu íslenskir keppendur taka þátt og meðal þeirra eru Anna Soffía Grönholm sem er núverandi Íslandsmeistari kvenna innanhúss og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir sem er núverandi Íslandsmeistari kvenna utanhúss.

Bestar á Íslandi: Hjördís Rósa Guðmundsdóttir og Anna Soffía Grönholm.
Bestar á Íslandi: Hjördís Rósa Guðmundsdóttir og Anna Soffía Grönholm.

Í karlaflokki tekur Anton J. Magnússon þátt. Hann er nýkominn frá Tyrklandi þar sem hann hafnaði í öðru sæti á mótaröð þróunarmeistaramóts Evrópu fyrir 14 ára og yngri. Þessi frábæri árangur Antons skilaði honum inn í úrvalslið tennissambands Evrópu fyrir 14 ára og yngri, fyrstur Íslendinga. Hann mun ferðast með úrvalsliðinu í sumar og keppa á 4-5 stórmótum tennissambands Evrópu. Anton, sem er án efa einn efnilegasti tennisspilari Íslands, býr á Spáni og æfir þar af miklum krafti í „Ferrer Academy“ rétt fyrir utan Valencia. Ferrer Academy er rekinn af David Ferrer sem er sjötti besti tennisspilari heims og hefur verið í topp 10 síðustu ár.

Anton J. Magnússon þykir gríðarlegt efni og hefur náð langt í íþróttinni þrátt fyrir ungan aldur.
Anton J. Magnússon þykir gríðarlegt efni og hefur náð langt í íþróttinni þrátt fyrir ungan aldur.

 

Frá upphitun á Icelandic Easter open sem fram fer í Tennishöllinni í Kópavogi. um 150 erlendir gestir eru staddir í bænum vegna mótsins.
Frá upphitun á Icelandic Easter open sem fram fer í Tennishöllinni í Kópavogi. um 150 erlendir gestir eru staddir í bænum vegna mótsins.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér