Alvarlegur trúnaðarbrestur við framkvæmd prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

Sjalfstaedisfelagid

Kópavogsfréttum hefur borist svohljóðandi yfirlýsing:

Alvarlegur trúnaðarbrestur við framkvæmd prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

Vegna umfjöllunar í DV þriðjudaginn 28. janúar um meðmælendur vegna framboðs Margrétar Friðriksdóttur í prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi sjá undirritaðir sig knúna til koma fram með eftirfarandi, þar sem nöfnum okkar var lekið úr trúnaðarskjölum kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Fyrir það fyrsta fögnum við mjög framboði Margrétar Friðriksdóttur til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi. Fjöldinn allur af sjálfstæðismönnum og öðrum bæjarbúum gerir slíkt hið sama. Sjálfstæðismenn í Kópavogi eru orðnir langþreyttir á þeim vinnubrögðum sem viðgengist hafa innan flokksins síðustu misseri. Það er ljóst að einhverjir óttast framboð Margrétar og nú skal öllum brögðum beitt til að koma á hana höggi. Gera framboð hennar tortryggilegt. Völdum skal haldið og allt gert sem til þarf. Aðferðin er þekkt og hefur áður verið beitt af mikilli hörku, ekki bara í Kópavogi heldur víðar.

Samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins skal hvert framboð stutt af 20 flokksmönnum og hafa flestir góðfúslega ritað undir fyrir frambjóðendur sé eftir því leitað. Það er almenn venja og þykir ekkert tiltökumál enda eru framboðsbréf hvers frambjóðanda trúnaðarbréf til kjörnefndar. Þeir sem helst hafa verið tregir til að styðja frambjóðendur á þennan hátt eru formenn kjörnefnda sem nánast alltaf gæta fyllsta hlutleysis, halda trúnað og huga að heildarhagsmunum.

Nú ber svo við að nöfnum einstakra aðila sem rituðu undir fyrir hina mætu konu Margréti Friðriksdóttur er lekið í DV augljóslega í þeim tilgangi að ala á óeiningu innan Sjálfstæðisflokksins og skaða framboð Margrétar. Hér er um alvarlegt trúnaðarbrot að ræða sem formaður kjörnefndar, Bragi Michaelson, er ábyrgur fyrir enda tók hann persónulega við framboðsbréfum. Þetta er í annað sinn á fáum dögum sem hann gerir sig sekan um alvarlegt trúnaðarbrot. Áður lét hann hafa eftir sér í fjölmiðlum að hann styddi Ármann Kr. Ólafsson og teldi að flokksmenn ættu að flykkja sér bak við hann, auk þess sem hann nafngreindi og rægði þrjá frambjóðendur. Slíkt framferði formanns kjörnefndar er líklega einsdæmi í sögu Sjálfstæðisflokksins. Gera verður þá kröfu til forystumanna Sjálfstæðisflokksins að tekið verði snarlega á þessu máli af festu. Verði svona vinnubrögð liðin eru það skilaboð um að í Sjálfstæðisflokknum helgi tilgangurinn meðalið. Það er sannarlega ekki hugsjón meginþorra sjálfstæðisfólks.

Sjálfstæðisfólk í Kópavogi þarf enn og aftur að skammast sín fyrir þau vinnubrögð sem ákveðinn hópur í flokknum viðhefur. Þetta gengur ekki lengur, breytinga er þörf.

Hreinn Jónasson, 
Brynhildur Gunnarsdóttir
Guðjón Gísli Guðmundsson,
Júlíus Hafstein,
Aðalsteinn Jónsson.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem