Alvogen tekur yfir aðra hæð í Turninum.


Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen, sem er með starfsemi sína í Turninum í Kópavogi, heldur áfram að byggja upp starfsemi sína hér á landi og hafa þeir nú tekið yfir aðra hæð í Turninum fyrir skrifstofur sínar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Markaðsstofu Kópavogs.

Turninn

Tæplega 40 starfsmenn hafa verið ráðnir á skrifstofu félagsins í Kópavogi og eru fyrirhugaðar frekari ráðningar á næstunni. Um 1.800 starfsmenn starfa hjá Alvogen samstæðunni í 30 löndum.