Áramótabrenna verður eins og undanfarin ár í Kópavogsdalnum við Smárahvammsvöll á gamlárskvöld. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30 og hefst flugeldasýning kl. 21:10. Breiðablik og Kópavogsbær standa saman að brennunni.
Fólki er bent á að halda sig í öruggri fjarlægð frá brennunni, klæða sig eftir veðri og skilja flugeldana eftir heima.