Árlegir vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs

Kópavogsbúar fjölmenntu í Háskólabíó þann 4. mars og fylltu húsið af eftirvæntingarfullum áheyrendum og tónlistarflytjendum. Þar fóru fram árlegir vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs og skein gleðin úr hverju andliti. Nemendur SK komu á svið í þremur hljómsveitum og léku hressilega efnisskrá fyrir tónleikagesti undir stjórn Össurar Geirssonar og Þórðar Magnússonar. Tónlistin var úr ýmsum áttum og mjög fjölbreytt. Þar mátti meðal annars heyra gamla slagara eins og We Will Rock You, æsispennandi tónlist úr Star Wars myndunum og meira að segja fékk meistari Megas að hljóma.

Á tónleikunum, sem öðrum þræði eru uppskeruhátíð hljómsveitarinnar fengu tveir elstu nemendurnir, þau Harpa Friðriksdóttir og Matthías Birgisson afhenta sérstaka viðurkenningu fyrir að vera búin að spila með hljómsveitinni í tíu ár og vera burðarásar í hljómsveitinni undanfarin misseri. Nemendur stóðu sig annars öll mjög vel og var þeim mikið og ákaft fagnað í lok tónleika. Öruggar heimildir eru fyrir því að allir hafi farið glaðir út í fallegan en kaldan sunnudag að tónleikunum loknum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

IMG_5885
1236824_10151779338627900_626471364_n
PicsArt_18_6_2014 22_49_30
MargretJulia
HK 5. flokkur
kopavogur_bordfani_CMYK_300dpi
kopavogur.jpg
skidi
Smiðjuhverfi_kort