Árlegir vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs

Kópavogsbúar fjölmenntu í Háskólabíó þann 4. mars og fylltu húsið af eftirvæntingarfullum áheyrendum og tónlistarflytjendum. Þar fóru fram árlegir vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs og skein gleðin úr hverju andliti. Nemendur SK komu á svið í þremur hljómsveitum og léku hressilega efnisskrá fyrir tónleikagesti undir stjórn Össurar Geirssonar og Þórðar Magnússonar. Tónlistin var úr ýmsum áttum og mjög fjölbreytt. Þar mátti meðal annars heyra gamla slagara eins og We Will Rock You, æsispennandi tónlist úr Star Wars myndunum og meira að segja fékk meistari Megas að hljóma.

Á tónleikunum, sem öðrum þræði eru uppskeruhátíð hljómsveitarinnar fengu tveir elstu nemendurnir, þau Harpa Friðriksdóttir og Matthías Birgisson afhenta sérstaka viðurkenningu fyrir að vera búin að spila með hljómsveitinni í tíu ár og vera burðarásar í hljómsveitinni undanfarin misseri. Nemendur stóðu sig annars öll mjög vel og var þeim mikið og ákaft fagnað í lok tónleika. Öruggar heimildir eru fyrir því að allir hafi farið glaðir út í fallegan en kaldan sunnudag að tónleikunum loknum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér