Árlegir vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs

Kópavogsbúar fjölmenntu í Háskólabíó þann 4. mars og fylltu húsið af eftirvæntingarfullum áheyrendum og tónlistarflytjendum. Þar fóru fram árlegir vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs og skein gleðin úr hverju andliti. Nemendur SK komu á svið í þremur hljómsveitum og léku hressilega efnisskrá fyrir tónleikagesti undir stjórn Össurar Geirssonar og Þórðar Magnússonar. Tónlistin var úr ýmsum áttum og mjög fjölbreytt. Þar mátti meðal annars heyra gamla slagara eins og We Will Rock You, æsispennandi tónlist úr Star Wars myndunum og meira að segja fékk meistari Megas að hljóma.

Á tónleikunum, sem öðrum þræði eru uppskeruhátíð hljómsveitarinnar fengu tveir elstu nemendurnir, þau Harpa Friðriksdóttir og Matthías Birgisson afhenta sérstaka viðurkenningu fyrir að vera búin að spila með hljómsveitinni í tíu ár og vera burðarásar í hljómsveitinni undanfarin misseri. Nemendur stóðu sig annars öll mjög vel og var þeim mikið og ákaft fagnað í lok tónleika. Öruggar heimildir eru fyrir því að allir hafi farið glaðir út í fallegan en kaldan sunnudag að tónleikunum loknum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar