Árlegir vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs

Kópavogsbúar fjölmenntu í Háskólabíó þann 4. mars og fylltu húsið af eftirvæntingarfullum áheyrendum og tónlistarflytjendum. Þar fóru fram árlegir vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs og skein gleðin úr hverju andliti. Nemendur SK komu á svið í þremur hljómsveitum og léku hressilega efnisskrá fyrir tónleikagesti undir stjórn Össurar Geirssonar og Þórðar Magnússonar. Tónlistin var úr ýmsum áttum og mjög fjölbreytt. Þar mátti meðal annars heyra gamla slagara eins og We Will Rock You, æsispennandi tónlist úr Star Wars myndunum og meira að segja fékk meistari Megas að hljóma.

Á tónleikunum, sem öðrum þræði eru uppskeruhátíð hljómsveitarinnar fengu tveir elstu nemendurnir, þau Harpa Friðriksdóttir og Matthías Birgisson afhenta sérstaka viðurkenningu fyrir að vera búin að spila með hljómsveitinni í tíu ár og vera burðarásar í hljómsveitinni undanfarin misseri. Nemendur stóðu sig annars öll mjög vel og var þeim mikið og ákaft fagnað í lok tónleika. Öruggar heimildir eru fyrir því að allir hafi farið glaðir út í fallegan en kaldan sunnudag að tónleikunum loknum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem