• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri

Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
ritstjorn
27/05/2022
Ármann Kr. Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri, var kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs árið 1998 og á því um 480 fundi í bæjarstjórn að baki.

Ármann Kr. Ólafsson hélt sína síðustu ræðu í bæjarstjórn Kópavogs á 1258.fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var þriðjudaginn 24. maí og var síðasti fundur kjörtímabilsins. Ármann á að baki 24 ár í bæjarstjórn og 10 sem bæjarstjóri Kópavogs.

Ármann var kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs árið 1998 og á því um 480 fundi í bæjarstjórn að baki. Á ferlinum hefur hann setið í bæjarráði, atvinnumálanefnd, menntaráði og framkvæmdaráði. Þá hefur hann verið formaður skipulagsnefndar, félagsmálaráðs og skólanefndar Kópavogs, og verið forseti bæjarstjórnar. Hann hefur setið í hafnarstjórn og verið hafnarstjóri frá 2018.

Í sinni síðustu ræðu nýtti Ármann tækifærið og rifjaði upp ýmsar breytingar á bænum og starfsemi hans en íbúar voru tæp 20.000 þegar hann náði kjöri og hefur bærinn því tvöfaldast að stærð og umfang stjórnsýslu vaxið sem því nemur auk þess að fleiri verkefni hafa færst til sveitarfélaganna en áður var.

Ármann þakkaði samstarfsfólki í gegnum tíðina fyrir samstarfið og minntist með hlýju þeirra bæjarstjóra sem hann starfaði með sem bæjarfulltrúi, en það eru þau Sigurður Geirdal, Hansína Á Björgvinsdóttir, Gunnar Birgisson, Gunnsteinn Sigurðsson og Guðrún Pálsdóttir.

Ármann, sem varð oddviti Sjálfstæðisflokksins árið 2010, var kjörinn bæjarstjóri Kópavogs 14. febrúar 2012 af meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa.

Hann var svo bæjarstjóri í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar 2014 til 2018 og meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2018 til 2022.

Margrét Friðriksdóttir fráfarandi forseti bæjarstjórnar færði Ármanni blóm fyrir hönd bæjarstjórnar í lok bæjarstjórnarfundar.

Fleiri bæjarfulltrúar nýttu fundinn til að kveðja en þetta var einnig síðasti fundur Birkis Jóns Jónssonar, Jóns Finnbogasonar, Margrét Friðriksdóttir, Pétur Hrafn Sigurðarsonar og Einars Þorvarðarsonar sem reyndar er varabæjarfulltrúi í þeirri bæjarstjórn sem nú tekur við.

EfnisorðÁrmann Kr. Ólafssonbæjarstjórnefst
Fréttir
27/05/2022
ritstjorn

EfnisorðÁrmann Kr. Ólafssonbæjarstjórnefst

Meira

  • Lesa meira
    Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn

    Áttaviti til árangurs er heitið á málefnasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs fyrir næsta kjörtímabil. Leiðarstefið...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Nýr meirihluti í bæjarstjórn

    Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður bæjarstjóri í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokks, verður formaður...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Formlegar viðræður hafnar í Kópavogi

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa rætt saman síðustu daga og farið yfir áherslur flokkanna. Þetta...

    ritstjorn 19/05/2022
  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Vinir Kópavogs vara við harmleik

    Auglýsing sem Vinir Kópavogs hafa birt á samfélagsmiðlum hefur vakið athygli. Þar er varað við harmleik í...

    ritstjorn 03/05/2022
  • Lesa meira
    Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi

    Stórsöngvarinn Geir Ólafsson ætlar sér stóra hluti í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann skipar 2. sæti á lista...

    ritstjorn 02/05/2022
  • Lesa meira
    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs 2021

    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs fyrir árið 2021 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um miðjan mánuðinn. Í skýrslunni er fjallað...

    ritstjorn 27/04/2022
  • Lesa meira
    Knattspyrnufélagið Augnablik 40 ára

    Í ár eru 40 ár síðan nokkrir ungir menn komu saman í þáverandi félagsheimili Breiðabliks í gömlum...

    ritstjorn 24/04/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi Egill sækist eftir 2.-.3- sæti í prókjöri Sjálfstæðisflokksins
    Aðsent10/03/2022
  • Gerum gott samfélag enn betra
    Aðsent10/03/2022
  • Kæri bæjarbúi
    Aðsent10/03/2022
  • Útibú Landsbankans í Hamraborg 30 ára
    Fréttir10/03/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.