Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri

Ármann Kr. Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri, var kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs árið 1998 og á því um 480 fundi í bæjarstjórn að baki.

Ármann Kr. Ólafsson hélt sína síðustu ræðu í bæjarstjórn Kópavogs á 1258.fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var þriðjudaginn 24. maí og var síðasti fundur kjörtímabilsins. Ármann á að baki 24 ár í bæjarstjórn og 10 sem bæjarstjóri Kópavogs.

Ármann var kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs árið 1998 og á því um 480 fundi í bæjarstjórn að baki. Á ferlinum hefur hann setið í bæjarráði, atvinnumálanefnd, menntaráði og framkvæmdaráði. Þá hefur hann verið formaður skipulagsnefndar, félagsmálaráðs og skólanefndar Kópavogs, og verið forseti bæjarstjórnar. Hann hefur setið í hafnarstjórn og verið hafnarstjóri frá 2018.

Í sinni síðustu ræðu nýtti Ármann tækifærið og rifjaði upp ýmsar breytingar á bænum og starfsemi hans en íbúar voru tæp 20.000 þegar hann náði kjöri og hefur bærinn því tvöfaldast að stærð og umfang stjórnsýslu vaxið sem því nemur auk þess að fleiri verkefni hafa færst til sveitarfélaganna en áður var.

Ármann þakkaði samstarfsfólki í gegnum tíðina fyrir samstarfið og minntist með hlýju þeirra bæjarstjóra sem hann starfaði með sem bæjarfulltrúi, en það eru þau Sigurður Geirdal, Hansína Á Björgvinsdóttir, Gunnar Birgisson, Gunnsteinn Sigurðsson og Guðrún Pálsdóttir.

Ármann, sem varð oddviti Sjálfstæðisflokksins árið 2010, var kjörinn bæjarstjóri Kópavogs 14. febrúar 2012 af meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa.

Hann var svo bæjarstjóri í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar 2014 til 2018 og meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2018 til 2022.

Margrét Friðriksdóttir fráfarandi forseti bæjarstjórnar færði Ármanni blóm fyrir hönd bæjarstjórnar í lok bæjarstjórnarfundar.

Fleiri bæjarfulltrúar nýttu fundinn til að kveðja en þetta var einnig síðasti fundur Birkis Jóns Jónssonar, Jóns Finnbogasonar, Margrét Friðriksdóttir, Pétur Hrafn Sigurðarsonar og Einars Þorvarðarsonar sem reyndar er varabæjarfulltrúi í þeirri bæjarstjórn sem nú tekur við.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar