Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri

Ármann Kr. Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri, var kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs árið 1998 og á því um 480 fundi í bæjarstjórn að baki.

Ármann Kr. Ólafsson hélt sína síðustu ræðu í bæjarstjórn Kópavogs á 1258.fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var þriðjudaginn 24. maí og var síðasti fundur kjörtímabilsins. Ármann á að baki 24 ár í bæjarstjórn og 10 sem bæjarstjóri Kópavogs.

Ármann var kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs árið 1998 og á því um 480 fundi í bæjarstjórn að baki. Á ferlinum hefur hann setið í bæjarráði, atvinnumálanefnd, menntaráði og framkvæmdaráði. Þá hefur hann verið formaður skipulagsnefndar, félagsmálaráðs og skólanefndar Kópavogs, og verið forseti bæjarstjórnar. Hann hefur setið í hafnarstjórn og verið hafnarstjóri frá 2018.

Í sinni síðustu ræðu nýtti Ármann tækifærið og rifjaði upp ýmsar breytingar á bænum og starfsemi hans en íbúar voru tæp 20.000 þegar hann náði kjöri og hefur bærinn því tvöfaldast að stærð og umfang stjórnsýslu vaxið sem því nemur auk þess að fleiri verkefni hafa færst til sveitarfélaganna en áður var.

Ármann þakkaði samstarfsfólki í gegnum tíðina fyrir samstarfið og minntist með hlýju þeirra bæjarstjóra sem hann starfaði með sem bæjarfulltrúi, en það eru þau Sigurður Geirdal, Hansína Á Björgvinsdóttir, Gunnar Birgisson, Gunnsteinn Sigurðsson og Guðrún Pálsdóttir.

Ármann, sem varð oddviti Sjálfstæðisflokksins árið 2010, var kjörinn bæjarstjóri Kópavogs 14. febrúar 2012 af meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa.

Hann var svo bæjarstjóri í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar 2014 til 2018 og meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2018 til 2022.

Margrét Friðriksdóttir fráfarandi forseti bæjarstjórnar færði Ármanni blóm fyrir hönd bæjarstjórnar í lok bæjarstjórnarfundar.

Fleiri bæjarfulltrúar nýttu fundinn til að kveðja en þetta var einnig síðasti fundur Birkis Jóns Jónssonar, Jóns Finnbogasonar, Margrét Friðriksdóttir, Pétur Hrafn Sigurðarsonar og Einars Þorvarðarsonar sem reyndar er varabæjarfulltrúi í þeirri bæjarstjórn sem nú tekur við.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð