Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri: „Samþykkt bæjarstjórnar farnar að skaða bæjarsjóð“.

Kópavogsbær hefur nú birt í Kauphöll Íslands nýtt lánshæfismat sem unnið er af lánshæfismatsfyrirtækinu Reitun. Horfum lánshæfismats Kópavogs er breytt úr stöðugum í neikvæðar vegna nýlegrar samþykktar bæjarstjórnar um kaup á 30 til 40 íbúðum og byggingu tveggja fjölbýlishúsa. Í matinu segir að verði þetta að veruleika muni lánshæfi Kópavogs versna vegna aukinnar skuldsetningar í viðkvæmri stöðu, óstöðugleika og minni fyrirsjáanleika.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, segir í yfirlýsingu þessar breytingar á lánshæfismatinu vera sér mikil vonbrigði og því miður í takt við það sem hann hafi óttast.

Yfirlýsing Ármanns er eftirfarandi:

„Ég hef í starfi mínu sem bæjarstjóri Kópavogs lagt mikla áherslu á styrka og stöðuga fjármálastjórn og í júlí á síðasta ári hækkaði Reitun lánshæfismat Kópavogs úr B í B+ með stöðugum horfum. Nú hefur þeim horfum hins vegar verið breytt í neikvæðar vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Kópavogs. Samþykkt bæjarstjórnar er því farin að skaða bæjarsjóð. Kópavogsbær þarf á næstu vikum að leita á markað vegna endurfjármögnunar á árinu 2014. Lánshæfismatið og neikvæðar horfur kunna því miður að leiða til verri lánskjara Kópavogsbæjar.

Í rökstuðningi Reitunar segir að ákvarðanir um að víkja skyndilega og án undirbúnings frá fjárhagsáætlunum gefi vísbendingar um að fjármálastjórn sveitarfélagsins sé ekki jafn stöðug og áður virtist. Sjálfur var ég andvígur umræddri tillögu og benti á að kaup á 100 íbúðum, miðað við samtals 60 íbúðir í fjölbýlishúsunum, myndu kosta um 3 milljarða króna. Það myndi auka skuldir og þar með skuldahlutfall bæjarins um 7 til 9%.

Ég mun áfram leggja áherslu á ábyrga fjármálastjórn og vonast til að bæjarstjórn Kópavogs beri gæfu til að fylgja áfram eftir þeim markmiðum sem unnið hefur verið eftir undanfarin fimm ár.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn