Vatnsendamálið: „Gjörðir bæjarins alltaf við þinglýstan eiganda.“

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

„Það eru talsverðar flækjur framundan hjá erfingjum Vatnsendalandsins,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs í samtali við Kópavogsfréttir.  „Það breytir því ekki að við erum eigendur að landi uppi í Vatnsenda og það stendur fyrir dyrum að brjóta þar nýtt land fyrir ný hverfi.  Við munum halda okkar striki í því og taka mið af óskum bústjórans um hvernig greiðslur og sá hlutur sem dánarbúið á í rauninni í úthlutuðum lóðum, fellur til.  Þannig að ég sé ekki stórt vandamál fyrir bæinn hvað þetta varðar.“

Guðríður Arnardóttir, oddvidi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, hefur sagt í fjölmiðlum að bærinn hafi greitt upp lán upp á þrjátíu milljónir króna fram í tímann sem tengist eignarnáminu á Vatnsenda.  Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri Kópavogsbæjar, hefur hins vegar látið hafa eftir sér að skuldir hafi verið greiddar upp vegna óhagstæðra vaxtakjara.

„Þær fréttir sem við höfum tengjast innbyrðum deilum um arfinn, hverjir eru réttmætir erfingjar landsins og í gegnum tíðina hafa fallið allmargir dómar um það.  Þeir hafa fallið svona sitt á hvað. Þannig að þetta er orðin löng og mikil saga.  Kópavogsbær tengist ekkert þeirri deilu sem slíkri. Gjörðir bæjarins hafa alltaf verið við þinglýstan eiganda landsins hverju sinni þannig að hann hefur alltaf verið í góðri trú,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar