Vatnsendamálið: „Gjörðir bæjarins alltaf við þinglýstan eiganda.“

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

„Það eru talsverðar flækjur framundan hjá erfingjum Vatnsendalandsins,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs í samtali við Kópavogsfréttir.  „Það breytir því ekki að við erum eigendur að landi uppi í Vatnsenda og það stendur fyrir dyrum að brjóta þar nýtt land fyrir ný hverfi.  Við munum halda okkar striki í því og taka mið af óskum bústjórans um hvernig greiðslur og sá hlutur sem dánarbúið á í rauninni í úthlutuðum lóðum, fellur til.  Þannig að ég sé ekki stórt vandamál fyrir bæinn hvað þetta varðar.“

Guðríður Arnardóttir, oddvidi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, hefur sagt í fjölmiðlum að bærinn hafi greitt upp lán upp á þrjátíu milljónir króna fram í tímann sem tengist eignarnáminu á Vatnsenda.  Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri Kópavogsbæjar, hefur hins vegar látið hafa eftir sér að skuldir hafi verið greiddar upp vegna óhagstæðra vaxtakjara.

„Þær fréttir sem við höfum tengjast innbyrðum deilum um arfinn, hverjir eru réttmætir erfingjar landsins og í gegnum tíðina hafa fallið allmargir dómar um það.  Þeir hafa fallið svona sitt á hvað. Þannig að þetta er orðin löng og mikil saga.  Kópavogsbær tengist ekkert þeirri deilu sem slíkri. Gjörðir bæjarins hafa alltaf verið við þinglýstan eiganda landsins hverju sinni þannig að hann hefur alltaf verið í góðri trú,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,