Ármann sækist ekki eftir endurköri

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, hef­ur ákveðið að sækj­ast ekki eft­ir end­ur­kjöri í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins sem fer fram í mars. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem Ármann sendi frá sér. Hún er svohljóðandi:

„Á fundi kjörnefndar Sjálfstæðisfélagsins í Kópavog í gærkvöldi skýrði ég nefndinni frá því að ég myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 12. mars n.k. vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.

Síðustu 25 ár hef ég helgað mig bæjarmálunum í Kópavogi. Ég var kjörinn bæjarfulltrúi árið 1998 og hef verið bæjarstjóri frá árinu 2012 en ég tel nú tímabært að stíga til hliðar og að annar taki við keflinu.

Á þeim tíma sem ég hef starfað í bæjarmálunum hefur Kópavogur tekið miklum breytingum þar sem fjöldi íbúa í bænum hefur tvöfaldast og telur nú um 40.000 manns. Ég er stoltur af því að hafa starfað með Sjálfstæðisflokknum í gegnum þær umbreytingar sem hafa átt sér stað í Kópavogi og hafa leitt flokkinn síðustu 12 ár. Ég hef ávallt haft þá sýn að góður rekstur og ábyrg fjármálastjórn sé undirstaða blómlegs vaxtar bæjarfélagsins og er þeirrar skoðunar að það skýri þá sterku stöðu sem bærinn nýtur núna. 

Á þeim tíma sem ég hef setið í bæjarstjórn Kópavogs hef ég kynnst og átt samleið með fjölda fólks. Vil ég nota þetta tækifæri og þakka Kópavogsbúum öllum, öflugu og góðu starfsfólki Kópavogsbæjar, Sjálfstæðisfólki í Kópavogi fyrir þeirra ómetanlega og óeigingjarna starf, pólitískum fulltrúum allra flokka í Kópavogi og á höfuðborgarsvæðinu og þeim fulltrúum fyrirtækja og félagasamtaka sem ég hef kynnst og unnið með í gegnum tíðina.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Ármann
Theodora
Bláu tunnurnar
verkefni
barnathing_2024_1
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Soffi?a Karlsdo?ttir
Screen Shot 2015-03-15 at 10.49.42
Kópavogur