Arna Katrin Íslandsmeistari í kumite unglinga

Blikinn Arna Katrín Kristinsdóttir varð um helgina Íslandsmeistari í kumite unglinga.

Sunnudaginn 19.október fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kumite á Ásvöllum, íþróttahúsi Hauka.  Góð þátttaka var á mótinu, yfir 60 keppendur frá 9 félögum frá aldrinum 12-17 ára. Karatedeild Breiðabliks sendi 6 keppendur til leiks og uppskáru þau 1 gull og 2 bronsverðlaun.  Bestum árangri okkar fólks náði Arna Katrín Kristinsdóttir þegar hún varð Íslandsmeistari í kumite stúlkna 14-15 ára +63kg og er Arna Katrín því tvöfaldur Íslandsmeistari því hún vann einnig í kata stúlkna 15 ára fyrr á þessu ári. Í sama flokki varð Laufey Lind Sigþórsdóttir í 3ja sæti en auk hennar hlaut Aron Breki Heiðarsson brons í flokki 16-17 ára pilta.  Að auki tóku Móey María Sigþórsdóttir, Freyja Benediktsdóttir og Guðbjörg Hera Gunnarsdóttir þátt í mótinu.

Þegar heildarstigin voru talin saman, þá stóð karatedeild Fylkis uppi sem sigurvegari með 30 stig, Þórshamar urðu í 2.sæti með 9 stig og Breiðablik og Víkingur í 3-4.sæti með 5 stig. Mótsstjóri var Arnar Þór Björgvinsson og yfirdómari var Helgi Jóhannesson.

Íslandsmeistarar í kumite unglinga 2014 urðu;

Kumite drengja 12 ára, Tómas Gauti Óttarsson, Fylkir
Kumite drengja 13 ára, Viktor Steinn Sighvatsson, Fjölnir
Kumite pilta 14 og 15 ára -63kg, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylkir
Kumite pilta 14 og 15 ára +63kg, Þorsteinn Freygarðsson, Fylkir
Kumite pilta 16 og 17 ára, Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir
Kumite telpna 12 og 13 ára, Iveta Ivanova, Fylkir
Kumite stúlkna 14 og 15 ára -54kg, Hekla Halldórsdóttir, Fylkir
Kumite stúlkna 14 og 15 ára +54kg, Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
Kumite stúlkna 16 og 17 ára, Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að