Blikinn Arna Katrín Kristinsdóttir varð um helgina Íslandsmeistari í kumite unglinga.
Sunnudaginn 19.október fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kumite á Ásvöllum, íþróttahúsi Hauka. Góð þátttaka var á mótinu, yfir 60 keppendur frá 9 félögum frá aldrinum 12-17 ára. Karatedeild Breiðabliks sendi 6 keppendur til leiks og uppskáru þau 1 gull og 2 bronsverðlaun. Bestum árangri okkar fólks náði Arna Katrín Kristinsdóttir þegar hún varð Íslandsmeistari í kumite stúlkna 14-15 ára +63kg og er Arna Katrín því tvöfaldur Íslandsmeistari því hún vann einnig í kata stúlkna 15 ára fyrr á þessu ári. Í sama flokki varð Laufey Lind Sigþórsdóttir í 3ja sæti en auk hennar hlaut Aron Breki Heiðarsson brons í flokki 16-17 ára pilta. Að auki tóku Móey María Sigþórsdóttir, Freyja Benediktsdóttir og Guðbjörg Hera Gunnarsdóttir þátt í mótinu.
Þegar heildarstigin voru talin saman, þá stóð karatedeild Fylkis uppi sem sigurvegari með 30 stig, Þórshamar urðu í 2.sæti með 9 stig og Breiðablik og Víkingur í 3-4.sæti með 5 stig. Mótsstjóri var Arnar Þór Björgvinsson og yfirdómari var Helgi Jóhannesson.
Íslandsmeistarar í kumite unglinga 2014 urðu;
Kumite drengja 12 ára, Tómas Gauti Óttarsson, Fylkir
Kumite drengja 13 ára, Viktor Steinn Sighvatsson, Fjölnir
Kumite pilta 14 og 15 ára -63kg, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylkir
Kumite pilta 14 og 15 ára +63kg, Þorsteinn Freygarðsson, Fylkir
Kumite pilta 16 og 17 ára, Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir
Kumite telpna 12 og 13 ára, Iveta Ivanova, Fylkir
Kumite stúlkna 14 og 15 ára -54kg, Hekla Halldórsdóttir, Fylkir
Kumite stúlkna 14 og 15 ára +54kg, Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
Kumite stúlkna 16 og 17 ára, Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir