Arna Katrin Íslandsmeistari í kumite unglinga

Blikinn Arna Katrín Kristinsdóttir varð um helgina Íslandsmeistari í kumite unglinga.

Sunnudaginn 19.október fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kumite á Ásvöllum, íþróttahúsi Hauka.  Góð þátttaka var á mótinu, yfir 60 keppendur frá 9 félögum frá aldrinum 12-17 ára. Karatedeild Breiðabliks sendi 6 keppendur til leiks og uppskáru þau 1 gull og 2 bronsverðlaun.  Bestum árangri okkar fólks náði Arna Katrín Kristinsdóttir þegar hún varð Íslandsmeistari í kumite stúlkna 14-15 ára +63kg og er Arna Katrín því tvöfaldur Íslandsmeistari því hún vann einnig í kata stúlkna 15 ára fyrr á þessu ári. Í sama flokki varð Laufey Lind Sigþórsdóttir í 3ja sæti en auk hennar hlaut Aron Breki Heiðarsson brons í flokki 16-17 ára pilta.  Að auki tóku Móey María Sigþórsdóttir, Freyja Benediktsdóttir og Guðbjörg Hera Gunnarsdóttir þátt í mótinu.

Þegar heildarstigin voru talin saman, þá stóð karatedeild Fylkis uppi sem sigurvegari með 30 stig, Þórshamar urðu í 2.sæti með 9 stig og Breiðablik og Víkingur í 3-4.sæti með 5 stig. Mótsstjóri var Arnar Þór Björgvinsson og yfirdómari var Helgi Jóhannesson.

Íslandsmeistarar í kumite unglinga 2014 urðu;

Kumite drengja 12 ára, Tómas Gauti Óttarsson, Fylkir
Kumite drengja 13 ára, Viktor Steinn Sighvatsson, Fjölnir
Kumite pilta 14 og 15 ára -63kg, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylkir
Kumite pilta 14 og 15 ára +63kg, Þorsteinn Freygarðsson, Fylkir
Kumite pilta 16 og 17 ára, Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir
Kumite telpna 12 og 13 ára, Iveta Ivanova, Fylkir
Kumite stúlkna 14 og 15 ára -54kg, Hekla Halldórsdóttir, Fylkir
Kumite stúlkna 14 og 15 ára +54kg, Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
Kumite stúlkna 16 og 17 ára, Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn