Arna Katrin Íslandsmeistari í kumite unglinga

Blikinn Arna Katrín Kristinsdóttir varð um helgina Íslandsmeistari í kumite unglinga.

Sunnudaginn 19.október fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kumite á Ásvöllum, íþróttahúsi Hauka.  Góð þátttaka var á mótinu, yfir 60 keppendur frá 9 félögum frá aldrinum 12-17 ára. Karatedeild Breiðabliks sendi 6 keppendur til leiks og uppskáru þau 1 gull og 2 bronsverðlaun.  Bestum árangri okkar fólks náði Arna Katrín Kristinsdóttir þegar hún varð Íslandsmeistari í kumite stúlkna 14-15 ára +63kg og er Arna Katrín því tvöfaldur Íslandsmeistari því hún vann einnig í kata stúlkna 15 ára fyrr á þessu ári. Í sama flokki varð Laufey Lind Sigþórsdóttir í 3ja sæti en auk hennar hlaut Aron Breki Heiðarsson brons í flokki 16-17 ára pilta.  Að auki tóku Móey María Sigþórsdóttir, Freyja Benediktsdóttir og Guðbjörg Hera Gunnarsdóttir þátt í mótinu.

Þegar heildarstigin voru talin saman, þá stóð karatedeild Fylkis uppi sem sigurvegari með 30 stig, Þórshamar urðu í 2.sæti með 9 stig og Breiðablik og Víkingur í 3-4.sæti með 5 stig. Mótsstjóri var Arnar Þór Björgvinsson og yfirdómari var Helgi Jóhannesson.

Íslandsmeistarar í kumite unglinga 2014 urðu;

Kumite drengja 12 ára, Tómas Gauti Óttarsson, Fylkir
Kumite drengja 13 ára, Viktor Steinn Sighvatsson, Fjölnir
Kumite pilta 14 og 15 ára -63kg, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylkir
Kumite pilta 14 og 15 ára +63kg, Þorsteinn Freygarðsson, Fylkir
Kumite pilta 16 og 17 ára, Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir
Kumite telpna 12 og 13 ára, Iveta Ivanova, Fylkir
Kumite stúlkna 14 og 15 ára -54kg, Hekla Halldórsdóttir, Fylkir
Kumite stúlkna 14 og 15 ára +54kg, Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
Kumite stúlkna 16 og 17 ára, Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Hjalmar_Hjalmarsson
HK þriðji flokkur
Jon ur vor fin-0027
dogunpiratar
A-6-eftir-PK-arkitektar
Gotuganga2
Hildibrandar3
Efstu-3
Birkir Jón