Arnaldur og Andrés Önd á toppnum

Bókasafn Kópavogs hefur birt lista yfir vinsælustu bækurnar sem lánaðar voru út á árinu 2020, bæði fullorðinsbækur og barnabækur. Í flokki fullorðinsbóka trónir Arnaldur Indriðason á toppnum með bók sína Tregastein. Innflytjandinn eftir Ólaf Jóhann var fjórða vinsælasta bókin í útláni Bóksafnsins í fyrra en spennandi verður að sjá hvar nýjasta bók hans, Snerting, verður í ár. Ragnar Jónasson, sem gerði stormandi lukku fyrir jólin með bók sína Vetrarmein er í 5. sæti listans með bók sína Hvítidauði. 

Bókasafn Kópavogs er alltaf með áhugaverðar bækur til útláns.

Í flokki barnabóka er Myndasögusyrpa Andrésar Önd og félaga langvinsælust en aðrar bókmenntir sem krakkarnir vilja helst lesa er Pokémon Adventures og Næbuxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur.

Vinsælustu fullorðinsbækurnar á Bókasafni Kópavogs 2020

 1. Tregasteinn eftir Arnald Indriðason
 2. Þögn eftir Yrsu Sigurðardóttur
 3. Fórnarlamb 2177 eftir Jussi Adler-Olsen
 4. Innflytjandinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
 5. Hvítidauði eftir Ragnar Jónasson
 6. Helköld sól eftir Lilju Sigurðardóttur
 7. Aðventa eftir Stefán Mána
 8. Sumareldhús Flóru eftir Jenny Colgan
 9. Andlitslausa konan eftir Jónínu Leósdóttur
 10. Feilspor eftir Maria Adolfsson

Vinsælustu barnabækurnar á Bókasafni Kópavogs 2020

 1. Myndasögusyrpa – Syrpa
 2. Myndasögusyrpa – Syrpa 2013
 3. Pokémon adventures eftir Hidenori Kusaka
 4. Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney
 5. Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti hluti: Horfin eftir Elias og Agnes Våhlund
 6. Moli litli flugustrákur eftir Ragnar Lár
 7. Kennarinn sem hvarf sporlaust eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur
 8. Handbók fyrir ofurhetjur. Fjórði hluti: Vargarnir koma eftir Elias og Agnes Våhlund
 9. Dagbók Kidda klaufa: flóttinn í sólina eftir Jeff Kinney
 10. Nærbuxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar