Arnaldur og Andrés Önd á toppnum

Bókasafn Kópavogs hefur birt lista yfir vinsælustu bækurnar sem lánaðar voru út á árinu 2020, bæði fullorðinsbækur og barnabækur. Í flokki fullorðinsbóka trónir Arnaldur Indriðason á toppnum með bók sína Tregastein. Innflytjandinn eftir Ólaf Jóhann var fjórða vinsælasta bókin í útláni Bóksafnsins í fyrra en spennandi verður að sjá hvar nýjasta bók hans, Snerting, verður í ár. Ragnar Jónasson, sem gerði stormandi lukku fyrir jólin með bók sína Vetrarmein er í 5. sæti listans með bók sína Hvítidauði. 

Bókasafn Kópavogs er alltaf með áhugaverðar bækur til útláns.

Í flokki barnabóka er Myndasögusyrpa Andrésar Önd og félaga langvinsælust en aðrar bókmenntir sem krakkarnir vilja helst lesa er Pokémon Adventures og Næbuxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur.

Vinsælustu fullorðinsbækurnar á Bókasafni Kópavogs 2020

  1. Tregasteinn eftir Arnald Indriðason
  2. Þögn eftir Yrsu Sigurðardóttur
  3. Fórnarlamb 2177 eftir Jussi Adler-Olsen
  4. Innflytjandinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
  5. Hvítidauði eftir Ragnar Jónasson
  6. Helköld sól eftir Lilju Sigurðardóttur
  7. Aðventa eftir Stefán Mána
  8. Sumareldhús Flóru eftir Jenny Colgan
  9. Andlitslausa konan eftir Jónínu Leósdóttur
  10. Feilspor eftir Maria Adolfsson

Vinsælustu barnabækurnar á Bókasafni Kópavogs 2020

  1. Myndasögusyrpa – Syrpa
  2. Myndasögusyrpa – Syrpa 2013
  3. Pokémon adventures eftir Hidenori Kusaka
  4. Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney
  5. Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti hluti: Horfin eftir Elias og Agnes Våhlund
  6. Moli litli flugustrákur eftir Ragnar Lár
  7. Kennarinn sem hvarf sporlaust eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur
  8. Handbók fyrir ofurhetjur. Fjórði hluti: Vargarnir koma eftir Elias og Agnes Våhlund
  9. Dagbók Kidda klaufa: flóttinn í sólina eftir Jeff Kinney
  10. Nærbuxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar