Bókasafn Kópavogs hefur birt lista yfir vinsælustu bækurnar sem lánaðar voru út á árinu 2020, bæði fullorðinsbækur og barnabækur. Í flokki fullorðinsbóka trónir Arnaldur Indriðason á toppnum með bók sína Tregastein. Innflytjandinn eftir Ólaf Jóhann var fjórða vinsælasta bókin í útláni Bóksafnsins í fyrra en spennandi verður að sjá hvar nýjasta bók hans, Snerting, verður í ár. Ragnar Jónasson, sem gerði stormandi lukku fyrir jólin með bók sína Vetrarmein er í 5. sæti listans með bók sína Hvítidauði.
Í flokki barnabóka er Myndasögusyrpa Andrésar Önd og félaga langvinsælust en aðrar bókmenntir sem krakkarnir vilja helst lesa er Pokémon Adventures og Næbuxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur.
Vinsælustu fullorðinsbækurnar á Bókasafni Kópavogs 2020
- Tregasteinn eftir Arnald Indriðason
- Þögn eftir Yrsu Sigurðardóttur
- Fórnarlamb 2177 eftir Jussi Adler-Olsen
- Innflytjandinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
- Hvítidauði eftir Ragnar Jónasson
- Helköld sól eftir Lilju Sigurðardóttur
- Aðventa eftir Stefán Mána
- Sumareldhús Flóru eftir Jenny Colgan
- Andlitslausa konan eftir Jónínu Leósdóttur
- Feilspor eftir Maria Adolfsson
Vinsælustu barnabækurnar á Bókasafni Kópavogs 2020
- Myndasögusyrpa – Syrpa
- Myndasögusyrpa – Syrpa 2013
- Pokémon adventures eftir Hidenori Kusaka
- Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney
- Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti hluti: Horfin eftir Elias og Agnes Våhlund
- Moli litli flugustrákur eftir Ragnar Lár
- Kennarinn sem hvarf sporlaust eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur
- Handbók fyrir ofurhetjur. Fjórði hluti: Vargarnir koma eftir Elias og Agnes Våhlund
- Dagbók Kidda klaufa: flóttinn í sólina eftir Jeff Kinney
- Nærbuxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur