Arnaldur og Andrés Önd á toppnum

Bókasafn Kópavogs hefur birt lista yfir vinsælustu bækurnar sem lánaðar voru út á árinu 2020, bæði fullorðinsbækur og barnabækur. Í flokki fullorðinsbóka trónir Arnaldur Indriðason á toppnum með bók sína Tregastein. Innflytjandinn eftir Ólaf Jóhann var fjórða vinsælasta bókin í útláni Bóksafnsins í fyrra en spennandi verður að sjá hvar nýjasta bók hans, Snerting, verður í ár. Ragnar Jónasson, sem gerði stormandi lukku fyrir jólin með bók sína Vetrarmein er í 5. sæti listans með bók sína Hvítidauði. 

Bókasafn Kópavogs er alltaf með áhugaverðar bækur til útláns.

Í flokki barnabóka er Myndasögusyrpa Andrésar Önd og félaga langvinsælust en aðrar bókmenntir sem krakkarnir vilja helst lesa er Pokémon Adventures og Næbuxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur.

Vinsælustu fullorðinsbækurnar á Bókasafni Kópavogs 2020

  1. Tregasteinn eftir Arnald Indriðason
  2. Þögn eftir Yrsu Sigurðardóttur
  3. Fórnarlamb 2177 eftir Jussi Adler-Olsen
  4. Innflytjandinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
  5. Hvítidauði eftir Ragnar Jónasson
  6. Helköld sól eftir Lilju Sigurðardóttur
  7. Aðventa eftir Stefán Mána
  8. Sumareldhús Flóru eftir Jenny Colgan
  9. Andlitslausa konan eftir Jónínu Leósdóttur
  10. Feilspor eftir Maria Adolfsson

Vinsælustu barnabækurnar á Bókasafni Kópavogs 2020

  1. Myndasögusyrpa – Syrpa
  2. Myndasögusyrpa – Syrpa 2013
  3. Pokémon adventures eftir Hidenori Kusaka
  4. Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney
  5. Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti hluti: Horfin eftir Elias og Agnes Våhlund
  6. Moli litli flugustrákur eftir Ragnar Lár
  7. Kennarinn sem hvarf sporlaust eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur
  8. Handbók fyrir ofurhetjur. Fjórði hluti: Vargarnir koma eftir Elias og Agnes Våhlund
  9. Dagbók Kidda klaufa: flóttinn í sólina eftir Jeff Kinney
  10. Nærbuxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Hjalmar_Hjalmarsson
Gotugangan_2024_2
Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi
Brynja Hlíf Hjaltadóttir. Mynd: Motorcross.is
Pétur Hrafn Sigurðsson
sumarikopavogi
menningarhus-1
styrkur-1
Frambjóðendur Sósíalistaflokksins í Kópavogi