Arnaldur og Andrés Önd á toppnum

Bókasafn Kópavogs hefur birt lista yfir vinsælustu bækurnar sem lánaðar voru út á árinu 2020, bæði fullorðinsbækur og barnabækur. Í flokki fullorðinsbóka trónir Arnaldur Indriðason á toppnum með bók sína Tregastein. Innflytjandinn eftir Ólaf Jóhann var fjórða vinsælasta bókin í útláni Bóksafnsins í fyrra en spennandi verður að sjá hvar nýjasta bók hans, Snerting, verður í ár. Ragnar Jónasson, sem gerði stormandi lukku fyrir jólin með bók sína Vetrarmein er í 5. sæti listans með bók sína Hvítidauði. 

Bókasafn Kópavogs er alltaf með áhugaverðar bækur til útláns.

Í flokki barnabóka er Myndasögusyrpa Andrésar Önd og félaga langvinsælust en aðrar bókmenntir sem krakkarnir vilja helst lesa er Pokémon Adventures og Næbuxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur.

Vinsælustu fullorðinsbækurnar á Bókasafni Kópavogs 2020

  1. Tregasteinn eftir Arnald Indriðason
  2. Þögn eftir Yrsu Sigurðardóttur
  3. Fórnarlamb 2177 eftir Jussi Adler-Olsen
  4. Innflytjandinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
  5. Hvítidauði eftir Ragnar Jónasson
  6. Helköld sól eftir Lilju Sigurðardóttur
  7. Aðventa eftir Stefán Mána
  8. Sumareldhús Flóru eftir Jenny Colgan
  9. Andlitslausa konan eftir Jónínu Leósdóttur
  10. Feilspor eftir Maria Adolfsson

Vinsælustu barnabækurnar á Bókasafni Kópavogs 2020

  1. Myndasögusyrpa – Syrpa
  2. Myndasögusyrpa – Syrpa 2013
  3. Pokémon adventures eftir Hidenori Kusaka
  4. Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney
  5. Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti hluti: Horfin eftir Elias og Agnes Våhlund
  6. Moli litli flugustrákur eftir Ragnar Lár
  7. Kennarinn sem hvarf sporlaust eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur
  8. Handbók fyrir ofurhetjur. Fjórði hluti: Vargarnir koma eftir Elias og Agnes Våhlund
  9. Dagbók Kidda klaufa: flóttinn í sólina eftir Jeff Kinney
  10. Nærbuxnanjósnararnir eftir Arndísi Þórarinsdóttur

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,